Skinfaxi - 01.11.1946, Blaðsíða 80
132
SKINFAXI
skrefsins má líkja við sprengingu benzinúðans í bullustokk bif*
vélarinnar eða sprengingu púðursins bak við kúluna í skot-
hylkinu.
Spyrna réttivöðvanna má ekki koma of fljótt, því að ella
verkar liún of upp á við, i stað þess að spyrna bolnum áfram.
Sveiflan (4, 5, 6, 7, 8, og 9):
Þegar að lokinni spyrnunni og fóturinn snertir ekki lengur
jörðu, hefst sveiflan. Sveiflan er neikvæð hreyfing og i hana
verður því að eyða sem minnstri orku. Grípa verður því til
eðlisfræðilegra lögmála.
Fóturinn er eftir spyrnuna hlutur, sem kominn er á lireyf-
ingu, og vill halda áfram í sömu átt — aftur — með sama
hraða (4). Eftir spyrnuna eru vöðvarnir í fætinum mýktir,
svo að liann réttist alveg, og þar sem hann er tengdur boln-
um framkallast hringhreyfing, sú sama og þegar steini er
sveiflað í bandi. Ef vöðvar fótarins eru mjúkir, sveiflast fót-
urinn aftur og upp á við (5). Hann beygist um hnéð svo hæll-
inn slæst upp í átt til sitjandans. Þá er lærið fært fram á við,
við það að mjaðmarliðurinn beygist (6). Þessi færsla verður
að vera snögg, því að hún verkar neikvætt á hlaupið. Hnénu
er beitt inn á við. Sköflungurinn hangir mjúkt og sveiflast
eins og dingull fram á við (7). Þegar lærið hefur náð hæsta
punkti í færslu sinni fram og upp, myndar lærleggur og
sköflungur 90° horn. í þessari andrá á sér stað rétting í
mjaðmarlið og hnélið, svo að sköflungurinn sveiflast fram
á við og ilin nálgast jörðu (8).
Beiting fótanna i hinum ýmsu atriðum hlaupskrefsins er
nokkuð breytileg í samræmi við hvaða vegalengdir eru
ldaupnar. Þá er beiting þeirra einnig háð vissu lilaupalagi.
Þessi atriði verða rædd nánar, þegar lýst verður lilaupalagi
á mismunandi vegalengdum.
Staða bolsins:
Þegar hlaupið er með jöfnum hraða, á halli bolsins áfram
ávallt að vera sá sami.