Skinfaxi - 01.11.1946, Blaðsíða 34
SKINFAXI
86
in voru sögð. Fáir munu þeir, er viðstaddir voru,
sem ekki sló klökkva í brjósl meðan atliöfn þessi
fór fram, og viða mátti sjá tár blika á brá.
Að ræðu Eik-Ness lokinni, fluttu fulltrúar frænd-
þjóðanna kveðjur frá ungmennasamböndum sínum.
I3á flutti norskur Ameríkani, prófessor Hauge, kveðj-
ur frá Norðmönnum i Ameríku.
Þessu næst var fólkinu raðað i skrúðgöngu, sem
gengin var um Þrándheimsbæ. í broddi fylkingar
fór lúðrasveit úr liernum, en i fótspor liennar stjórn
N.U.L., svo við útlendingarnir, og þá 860—1000
norsk ungmenni í þjóðbúningum, gljáandi litskrúð í
sólskini dagsins.
Að kvöldi þessa dags, 4. júlí, var vegleg veizla lialdin
mótsmönnum. Yoru ræður fluttar, sem að verulegu
leyti lýstu ánægjunni yfir þvi, að nú væri Noregur
frjáls, og nú gæti starf N.U.L. hafizt óhindrað að
nýju.
Einn ræðumanna var lögreglustjóri Þrándheims.
Nefni ég bann vegna þess, að örlög lians á striðsár-
unum munu svipuð örlögum margra norskra em-
bættismanna, sem ekki vildu hlýða hoði og banni
nazista. Rétt eftir liernámið var liann tekinn fastur,
en sleppt fljótt aftur, en brátt var hann liandteldnn á
ný og settur í fangelsi og þar var hann rúmlega ár.
Var heilsa hans þá svo tæp orðin, að ekki þótti fært
að hafa hann lengur i fangelsi. Var hann þá leystur
úr fangelsinu, en jafnframt gerður útiægur úr Þránd-
heimi. Fór hann þá upp í sveit og dvaldi þar rúm
tvö ár í vinnumennsku, eða þar til Noregur varð
frjáls að nýju.
5. júlí var okkur útlendingunum hoðið í ferðalag,
sem farið var um nágrenni Þrándheims. Fórum við
fyrst nokkurn spöl meðfram ánni Nið, og sáum við
þar virkjun þá, sem veitir Þrándheimshæ birtu og
yl. Við sáum einnig foss mikinn, er Leirfoss nefnist,