Skinfaxi - 01.11.1946, Blaðsíða 90
142
SKINFAXI
Úrslit urðu:
100 m. hlaup: Agnar Tómasson (Umf. Efling) 12,4 sek. Hann
vann einnig spjótkastið (46,66 m.) og langstökkið (5,71 m.).
80 m. hlaup kvenna: Björk Jónasdóttir (Völsungur) 11,5 sek.
400 m. hlaup: Hallur Jósepsson (Umf. Efling) 54,1 sek.
Kúluvarp. Hjólmar J. Torfason (Umf. Ljótur) 12,55 m. Hann
vann einnig kringlukastið (36,79 m.).
Þrístökk: Jón A. Jónsson (Umf. Efling) 12,40 m. Hann vann
einnig 1500 m. hlaupið (4:31,2 sek.)
Hástökk: Sigurður Marteinsson (Umf. Gaman og alvara)
1,55 m.
HÉRAÐSMÓT U.M.S. N.-ÞINGEYINGA
var haldið í Ásbyrgi 23. júni. Björn Þórarinsson í Kilakoti
setti mótið og stjórnaði því. Sigurður Jónsson skóld á Arnar-
vatni og Halldóra Gunnlaugsdóttir, Ærlæk, lásu upp. Karla-
kór Mývetninga söng.
Úrslit urðu:
100 m. hlaup: Grímur Jónsson (Umf. Öxfirðinga) 12,7 sek.
hann vann einnig langstökk, 5,87 m. og þrístökk, 11,93 m.
400 m. hlaup: Egill Stefánsson (Umf. Keldliverfinga) 62,6 sek.
1500 m. hlaup: Eggert Kristjánsson (K) 4:57,0 mín.
Hástökk: Stefán Bogason (K) 1,55 m.
Umf. Keldhverfinga vann mótið með 20 stigum. Umf. Öx-
firðinga hlaut 14 stig. Af einstaklingum hlaut Grimur Jóns-
son (Ö) flest stig, 9 alls. Mótið sóttu á 6. hundrað manns.
Veður sæmilegt.
HÉRAÐSMÓT UNGMENNA- OG ÍÞRÓTTASAMBANDS
AUSTURLANDS
var haldið að Eiðum 3. og 4. ágúst. Fyrri daginn var for-
keppni í hlaupum, stökkum og köstum. Um kvöldið sýndi
Hákon Bjarnason skógræktarstjóri skuggamyndir frá Alaslca
og flutti erindi um skógrækt.
Síðari dagurinn hófst með kvikmyndasýningu og siðan skrúð-
göngu iþróttafólksins út á íþróttavöllinn, en þar flutti Skúh
Þorsteinsson, formaður U.f.A. ávarp. Þegar íþróttakeppninni
var Iokið, hófst samkoma í fimleikasal Eiðaskóla. Ármann
Halldórsson kennari flutti ræðu. Halldóra Guðnadóttir söng
einsöng. Skúli Þorsteinsson las upp kvæði og samkór Nes-
kaupstaðar söng undir stjórn Magnúsar Guðmundssonar kenn-
ara. Öllum skemmtiatriðum var ágætlega tekið, og fór skemmt-
unin i hvivetna vel fram.