Skinfaxi - 01.11.1946, Blaðsíða 14
66
SKINFAXI
var, og skýrir þetta að nokkru þá niðurlægingu, sem
lestrarfélög eru víða i nú til sveita. í öðru lagi hefur
þetta komið niður á kennslu barnanna, þannig að nú
er farskólafyrirkomulagið af öllum talið alls ófært til
að veita nokkra fullnægjandi úrlausn, síðan fræðslu
heimilanna lirakaði.
í flestum tilfellum er svo erfiðara fyrir foreldra til
sveita að kosta börn sín til framhaldsnáms heldur en
foreldra a. m. k. i stærri bæjunum, sökum fjarlægðar
skólanna.
Á hinn bóginn mun það reynsla lcennara við fram-
haldsskóla, að nemendur úr sveit séu að öðru jöfnu
betri til náms en nemendur úr kaupstað. Athyglisgáfa
þeirra er þroskaðri, námsleiðinn enginn.
Skemmtanalíf sveitanna er mismunandi fjölbreytt.
Yfirleitt stendur það með mestum blóma í þéttbýli og
fólksfleiri sveitunum, enda helzt fólkið betur í slíkum
héruðum. Víðast eru það ungmennafélögin, sem bera
skemmtanalífið uppi, oft við hinar erfiðustu aðstæður,
lélegt húsnæði, erfiðar samgöngur og fámenni. Nokk-
uð ber þó á því, að ungmennafélagsskapurinn gerist
suins staðar gamlaður kvistur á þjóðarmeiðnum. Vor-
gróskan er þorrin.
Takist að stöðva flóttann frá landhúnaðinum með ör-
yggi um afkomu og bættum vinnubrögðum, svo að
tómstundum fjölgi og afrakstur aukist, munu sveitirnar
að mestu leysa vandkvæði sín um blómlegt menntunar-
félags- og skemmtanalif sjálfar. Þó verður hið opin-
bera að vera vakandi til aðstoðar og hjálpar. Hér skal
þetta nefnt:
1. Hraða þarf sem mest byggingum barnaskóla, en
forðast að gera þá jafnlanga og sálardrepandi eins
og kaupstaðaskólana.
2. Framkvæmd sé rannsókn á ástandi lestrarfélaga um
allt land og þeim kippt i gott horf bið bráðasta, þar
sem þau eru í vanhirðu.