Skinfaxi - 01.11.1946, Blaðsíða 15
SKINFAXI
67
3. Kirkjan hvetji presta sína til sveita til að gerast
forystumenn æskunnar um félags- og skemmtana-
lif, (svo að menntun þeirra komi að gagni, en sé
ekki sóað til einkis sunnudag eftir sunnudag í tóm-
um kirkjum. Þannig gætu prestarnir unnið þýðing-
armikið og þakkarvert starf, og áreiðanlega kristn-
inni meir til framdráttar en predikanirnar, jafnvel
þótt þeir bæru sér aldrei í munn orðin Jesús, Kristur
eða guð almáttugur. Og liver veit nema kirlcjan
hætti þá að vera sá steingervingur í þjóðlífi voru,
sem hún er nú orðin?)
4. Ungmennafélögin njóti meiri örvunar frá liendi
hins opinbera til starfsemi sinnar, t. d. séu erind-
rekar sendir á milli þeirra, þeim til leiðbeiningar og
hvatningar.
5. Menntunarskilyrði æskulýðsins séu gerð sem jöfn-
ust um allt land.
Ýmis fleiri ráð mætti telja, en hér verður staðar
numið.
V.
Hér á undan hef ég gert að umtalsefni, hvað gera
bæri landbúnaðinum til eflingar: Auka öryggi bónd-
ans um afkomu sína, aulca afrakstur lians með aukinni
tækni og skynsamlegri framleiðsluháttum, og gera
honum loks sem auðveldast að breyta bættri afkomu
sinni i aukin lífsþægindi, veraldleg og andleg.
Flestum, sem um landbúnað rita, verður tíðræddast
um bælta afkomu, en skorti öryggið og lífsþægindin
til jafns við aðrar stéttir þjóðfélagsins, er vonlaust um,
að fólkið uni til lengdar við landbúnaðinn, flóttinn
heldur áfram á mölina — í þægindin.
Ég gat þess i upphafi þessarar greinar, að íslenzka
þjóðin ælti sér mörg ævintýri um lífsþægindi —
dreymd i sveit: þegar erfiðast gekk með lieyskapinn,
dreymdi bóndann um orfið og hrífuna, sem slógu og