Skinfaxi - 01.11.1946, Blaðsíða 72
124
SKINFAXI
5. júli 1946, lítur svo á, að eina lausn áfengisbölsins sé al-
gert bann, og skorar því hér með á Alþingi að láta við næstu
almennar kosningar fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um
þetta mál.“
b) „15. sambandsþing U.M.F.Í.......... skorar á öll sam-
bandsfélög sin að taka nú þegar upp ötula baráttu um al-
gert bann á sölu áfengra drykkja og senda viðkomandi að-
ilum áskorun þar um.“
Þskj. III.
„15. sambandsþing U.M.F.Í. felur sambandsstjórninni að
sækja um 25—50 þúsund kr. fjárstyrk til ríkisstjórnarinnar
til bindindisstarfa næsta starfsár.“
Þskj, IV.
„15. sambandsþing U.M.F.Í.....beinir þeirri áskorun til
hinna einstöku héraðssamhanda, að þau beiti sér fyrir því,
að haldin séu námskeið fyrir löggæzlumenn, er haldi uppi
reglu á skemmtisamkomum i sveitum og þorpum.“
Þskj. V. Fjárhagsáætlun fyrir árið 1946.
Tekj ur : Gjöld
Frá fyrra ári .... kr. 380.00 Reksturskostn. ... kr. 7680.00
Úr ríkissjóði .... —12000.00 Þingkostnaður ... — 6000.00
— íþróttasjóði .. — 55000.00 Til íþróttamála . . — 55000.00
Skattur frá fél. .. — 8000.00 — skógræktar ... — 2000.00
Fyrir Skinfaxa .. — 23500.00 — söngkennslu .. — 3000.00
— bindindis- og út-
breiðslustarfs . — 1200.00
Alls kr. 98880.00 Alls kr. 98880.00
Þskj. VI.
„Sambandsþing U.M.F.Í.......... felur stjórn sinni að leita
eftir því, að sambandið njóti hluta af styrk þeim, sem ár-
lega er veittur úr ríkissjóði til skógræktar.“
Þskj. VII.
„Sambandsþingið samþykkir, að útsöluverð Skinfaxa til ung-
mennafélaga, skuli hækka úr kr. 5.00 í kr. 10.00, þar sem vit-
að er, að bókhlöðuverð bóka liefir liækkað að miklum mun
frá því 1943.“
Þskj. VIII.
a) „Sambandsþing U.M.F.Í. beinir því til héraðsstjórna og
formanna ungmennafélaga, að hlutast til um, að iþróttakenn-