Skinfaxi - 01.11.1946, Blaðsíða 36
88
SKINFAXI
minningar um Ólaf lielga Haraldsson. Byrjað var á
byggingu kirkjunnar á 11. öld, og tók það aldir að
byggja hana.
Á mestu hörmunga-tímum Norðmanna, er þeir
lutu Dönum, lirörnaði kirkjunni mjög, en nú á sið-
ustu áratugum hefur norska þjóðin, með styrk Norð-
manna erlendis, endurbætt kirkjuna, og nú er við-
gerð og endurbyggingu langt komið.
Um kvöldið (5. júlí) vorum við útlendu fulltrú-
arnir í boði bæjarstjórnar Þrándheims, ásamt ýms-
um leiðtogum norsku ungmennafélaganna. Yar okk-
ur hér sem alls staðar annars staðar sýnd hin mesta
alúð og gestrisni. Mér eru enn í minni ummæli þess
manns, er hafði orð fyrir bæjarstjórn í hófi þessu.
Aðalkjarni í ræðu hans var þessi:
„Fyrir stríð var mikil samkeppni ríkjandi milli
pólitísku æskulýðsfélaganna og ungmennafélaganna.
I þessari samkeppni liöfðu þau fyrrnefndu betur. í
bæjunum var litið niður á suma þætti í starfsemi
ungmennafélaganna, t. d. það að bera þjóðbúninga.
En nú, sagði ræðumaður, mætti svo að segja telja,
að ungmennafélögin hefðu unnið hér algerðan sig-
ur. Pólitísku félögin liafa nú tekið á stefnuskrár sín-
ar þjóðlegu málefnin, sem ungmennafélögin voru oft-
ast ein um fyrir stríð. Óskirnar um að eignast þjóð-
búninga væru nú orðnar svo almennar, og eftirspurn-
ir og pantanir á þeim svo miklar, að ekki væri liægt
að fullnægja.“
Laugardagurinn 6. júlí hófst með messu i dómkirkj-
unni. Að henni lokinni var lagður blómsveigur á leiði
óþekkla hermannsins. .Tarðneskum leifum óþekkts
hermanns frá síðustu styrjöld var komið fyrir i gröf
i garði þeim, sem er fyrir framan aðalinngang kirkj-
unnar. Er leiðið milli fagurra trjáa. — Kennari nokk-
ur flutti þarna stutta en afburðasnjalla ræðu. Við
þessa atböfn, sem oftar á móti þessu, fann maður