Skinfaxi - 01.11.1946, Blaðsíða 43
SKlNFAXi
95
2) aníe( ~-s4ffúittnaiío
Laugamótið 1946.
Undirbúningur.
Fimmta landsmót Ungmennafélaga islands var haldiö að
Laugum í Reykjadal 6. og 7. júlí 1946. Tvö fyrstu landsmót-
in voru haldin i Reykjavik
1911 og 1914, þaö þriðja í
Haukadal 1940 og það fjórða
að Hvanneyri 1943.
Á sambandsþingi Ung-
mennafélags íslands að
Hvanneyri 1943, var sam-
þykkt að næsta og 5. lands-
mót U.M.F.Í. skyldi háð i
Norðurlandi vorið 1946, og
var stjórninni falinn undir-
búningur.
Á sambandsráðsfundi U.
M.F.Í., þ. e. á fundi stjórn-
arinnar og héraðsstjórnanna,
vorið 1944, var samþykkt
að halda mótið að Laugum í
Reykjadal, ef fært yrði, og
þá þegar gerð drög að vænt-
anlegum iþróttagreinum
mótsins, er siðar voru birt
i Skinfaxa með ósk um at-
hugasemdir frá ungmenna-*
samhöndunum, ef til væru. Þær reyndust fáar, og var endan-
lega gengið frá væntanlegum íþróttagreinum á sambandsráðs-
fundi haustið 1945 og breytingarnar þá birtar i næsta hefti
Skinfaxa. — Á þeim fundi var Héraðssambandi Suður-Þing-
cyinga falið að taka að sér undirbúning mótsins að mestu
leyti, og forráðamönnum Laugaskóla skrifað varðandi skól-
ann. — Fleiri staðir norðanlands komu vitanlega til greina,
en eftir vandlega athugun þótti auðsætt, að Laugar liefðu
alla yfirburði, og var þá að því ráði horfið.
Stjórn héraðssambandsins og skólaráðið tóku þessari mála-
leitun vel og var nú undirbúningur hafinn. Stjórn Héraðssam-
Daníel Ágústinusson.