Skinfaxi - 01.11.1946, Blaðsíða 82
134
SKINFAXI
Sveiflur armanna eiga að vera frjálslegar og mjúkar. Arm-
arnir eru dregnir aftur, en látnir sveiflast fram eins og ding-
lar. Hraði armanna er mestur, þegar þeir sveiflast fram hjá
mjöðmunum.
í löngum hlaupum eru armarnir við og við látnir síga, til
þess að hvíla axla- og armvöðvana.
Hnefar eru misjafnlega mikið krepptir, eftir þvi hvaða
vegalengdir eru hlaupnar. Venjulega eru þeir mest krepptir
þegar hart er hlaupið.
Sumir kennarar álíta, að lófarnir eigi að snúa niður, þvi
að við það hafi olnbogarnir frjálsara sveiflusvíð. Þetta atriði,
eins og fleiri, sem mismunandi skoðanir eru um, geta iðk-
endur reynt, og tamið sér þau, sem þeim bezt fellur.
Hreyfingar armanna fram og aftur inn að miðlinu bols-
ins miða að því að fella bolinn sem hezt í kraftlínu spyrnanna.
Þá mun ég leitast við að lýsa hlaupalagi, sem beitt er á
hinum ýmsu vegalengdum.
Venja er að flokka hlaupavegalengdir í 3 flokka.
1. Spretthlaup.
2. Millihlaup.
3. Langlilaup (þolhlaup).
Ég mun hér fylgja flokkaskipun Svía. Spretthlaup mun ég
því telja hlaup á styrri en 800 m. vegalengdum. Millihlaup
á 800—2000 m. vegalengdum (báðar hlaupalengdir meðtald-
ar). Langhlaup (þolhlaup) hlaup á vegalengdum lengri en
2000 m. (Framh.)
U.M.F.f. minnzt í Lögbergi.
í tilefni af 40 ára afmæli ungmennafélaganna á þessu ári
slcrifaði prófessor Ricliard Beck mjög vinsamlega grein um
íslenzku Umf. í Lögberg síðastliðið sumar. Var hún endur-
prentuð í 171. tbl. Tírnans.
Umsóknir um styrk úr íþróttasjóði
fyrir árið 1947, þurfa að berast íþróttanefnd ríkisins, ekki
síðar en 1. febrúar næstkomandi.