Skinfaxi - 01.11.1946, Blaðsíða 92
144
SKINFAXI
Glíma: Sigurjón Guðmundsson (Umf. Vaka) 6 vinninga. Kepp-
endur 7 alls.
Sundkeppnin fór fram i Hveragerði 26. mai. Þar mættu 40
keppendur frá 6 félögum. Aðeins þrír þeirra mættu að Þjórs-
ártúni. Alls hafa tæplega 100 keppendur frá 13 félögum verið
samanlagt á mótunum.
Umf. Laugdæla hlaut flest stig, eða 50 alls, og vann Skarp-
hcðinsskjöldinn. Umf. Selfoss hlaut 37 stig og Umf. Hvöt
12 stig. Mótið var fjölsótt að vanda og fór vel fram.
Engar mótsskýrslur hafa borizt frá þessum héraðssambönd-
um: U.M.S. Dalamanna, U.M.S. N.-Breiðfirðinga og íþrótta-
sambandi Strandasýslu. Hafa þau þó vafalaust haldið héraðs-
mót, eins og önnur ungmennasambönd, enda þótt þau hafi
brugðizt þeirri sjálfsögðu skyldu, að senda U.M.F.Í. fréttir af
þeim. D. Á.
ÍÞRÓTTAMÓT EINSTAKRA FÉLAGA.
Eins og að undanförnu héldu mörg einstök Umf. og ná-
grannafélög íþróttamót og fer sú starfsemi vaxandi.
A Snæfellsnesi voru þessi iþróttamót haldin:
21. júlí milli Umf. Grundfirðinga og íþróttafélags Mikla-
holtshrepps í Grafarnesi. Keppt var eftir finnsku stigatöfl-
unni í sjö greinum og kepptu tveir menn frá hvoru félagi
í hverri grein.
íþróttafélag Miklaholtshrepps vann með 6961 stig. Umf.
Grundfirðinga hlaut 6916 stig.
31. ágúst hélt Umf. Grundfirðinga innanfélagsmót i frjáls-
um íþróttum í Grafarnesi.
1. sept. hélt íþróttafélag Miklaholtshrepps innanfélagsmót
i sundi að Kolviðarnesi, en innanfélagsmót í frjálsum íþrótt-
um 16. júní að Fáskrúðarbakka og 17. júní knattspyrnukeppni
á sama stað.
Reykdælir og Kjósarsýslumenn háðu íþróttakeppni.
Umf. Samhygð í Gaulverjabæjahr. hélt íþróttamót að Lofts-
staðahól og Umf. Hvöt í Grímsnesi, Umf. Laugdæla og Umf.
Biskupstungna kepptu á íþróttamóti í Haukadal.
Umf. i Hreppunum liéldu íþróttamót að Álfaskeiði.