Skinfaxi - 01.11.1946, Blaðsíða 50
102
SKÍNFAXI
Lúðrasvcit Akureyrar, V. Lanzky-Otto stjórnar.
ungmennafélaganna. Sá árangur íþróttakennaraskúlans, er út-
skrifaðist í vor, mætti á landsmótinu i boði U.M.F.Í. ásamt
skólastjóra sinum, og sagði liann skólanum upp daginn áður
að æskuheimili sínu, Narfastöðum í Reykjahlíð. Sambands-
stjóri hafði framsögu með stuttri ræðu og bað mannfjöld-
ann standa upp til samþ. tillögum og heiðurs B. J.
Ungmennafélagsfundinum lauk kl. rúmlega 23. Fóru þá ýms-
ir í háttinn, en aðrir fóru á kvikmyndasýningu, en sýningar
voru i ieikfimishúsinu síðari hluta dagsins. Þar var meðal
annars sýnd myndin frá Hvanneyrarmóti 1943. Sá Viggó Nat-
hanaelsson um þennan þátt mótsins.
Sunnudagurinn 7. júlí.
Aðaldagur mótsins var sunnudagurinn 7. júlí og liófst hann
með fánahyllingu og söng kl. 9 árdegis heima við skólann. Síð-
an var gengið á íþróttavöllinn, en þar hófust úrslit í ýmsum
iþróttagreinum, og lauk þeim fyrir hádegi, nema í sundinu.
Þar fór einnig fram handknattleikur kvenna, milli flokka frá
þremur héraðssamböndum, er lauk með sigri Héraðssambands
Suður-Þingeyinga. Hinir tveir floltkarnir voru frá Ungmenna-
sambandi Kjalarnesþings og Ungmenna- og iþróttasambandi
Austurlands. Var hin bezta skemmtun að keppni þessara