Skinfaxi - 01.11.1946, Blaðsíða 24
76
SKINFAXI
arástar og meðvitund um köllun sína gleðst það yfir
líí'i sínu og starfskröftum og fagnar hverjum nýjum
starfsdegi, sem þvi gefst.
Slíkt fólk leitast við að varðveita sjálft sig óskennnt
af drykkjuskap og öðru sem skyld áhrif hefur. Það
notar starfskrafta sína og fjármuni í þjónustu þess
uppbyggingarstarfs, sem það helgar sig, og finnst alltaf
margt ógert, þó að það gleðjist yfir því, hvernig stefnir.
Mér finnst eitthvað vanta í þann æskumann, sem ekki
gleðst yfir æsku sinni og slarfskröftum og hlakkar til
að njóta lífsins i drengilegum störfum manndómsár-
anna. Mér finnst eitthvað sjúkt og rotið við það upp-
eldi og menningu, sem fer þannig með fólkið. Ég tel
að árangurinn verði andleg vanlíðan og gleðiþrá og
starfsþrek heinist tíðum á þær brautir, sem miður fer,
vegna þessarar vöntunar. Ég tel því, að það sé mikið í
liúfi fyrir sveitamenninguna islenzku, að hið rétta hug-
arfar, næmleikinn fyrir fegurð lifsins og þeim röddum
þess, sem kalla livern ungan og dugandi mann til starfs
og dáða og lijónustu við liugsjónir mannfélagsins, sé
rækluð með þvi unga fólki, sem upp vex.
Þetta eru rökin fyrir því, að ég nefni ungmennafé-
lagsskapinn hér síðasl en ekki sízt, sem nauðsynlegt
skilyrði í þessu sambandi. Það skiplir auðvitað engu
um nafnið, og formið er aukaatriði. En það, sem við
megum ekki án vera, er hugsjónafélag unga fólksins,
sem þjálfar það og þroskar í félagsefnum, einheitir
kröftum þess að uppbyggingarstarfi og her hið bjarta
Ijós hárra hugsjóna inn í lif þess.
Einhverjir munu spyrja, livað shkt komi við tækni
og verklegri inenningu tutlugustu aldarinnar. Margir
munu lítinn eða engan skyldleika finna með fátækum
félagsskap áhrifalítilla unglinga og nýsköpun nútimans.
Þeir um það. En ég er sannfærður um það, að hugsjón
alþýðufólksins, að rækta land sitt af ættjarðarást, þegn-
skap og þjónustugleði við hamingju islenzkrar þjóðar,