Skinfaxi - 01.11.1946, Blaðsíða 54
100
SKINFAXI
Piltar úr íþróttakennaraskólanum. Björn Jakobsson skóla-
stjóri á miðri myndinni.
leg dauðyfli, sem ekki hrífast með af þeim. — Að lokum
sýndu 15 stúlkur frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar fim-
leika undir stjórn Gísla Kristjánssonar frá Bolungavík. Stúlk-
urnar voru frá Umf. Svarfdæla á Dalvík, Umf. Reyni, Ár-
skógsströnd og Umf. Æskunni á Svalbarðsströnd. Flestar þó frá
Umf. Svarfdæla, Dalvík. Var leikið á orgel við allmargar æf-
íngar þeirra. Flokknum var mjög vel fagnað, enda voru æf-
ingar hans léttar og fjörugar, og þjálfunin prýðileg.
Þegar þessum þremur sýningum var lokið liófst glíman.
Stjórnaði Þorsteinn Einarsson henni, en aðaldómari var Þor-
gils Guðmundsson kennari í Reykholti. Keppendur í henni
voru 7, frá þremur héraðssamböndum. Sigurvegari í henni varð
Sigurjón Guðmundsson frá Héraðssambandinu Skarphéðni,
mjög efnilegur glímumaður. Er hann úr Umf. Vöku í Vill-
ingaholtshreppi. Annars fékk glíman misjafna dóma. Þótti
ýmsum hún ekki falleg.
Þegar hér var komið, var kl. orðin rúmlega 19, og var
hlé til kl. 20.30, en þá átti að Ijúka 1000 m. sundi karla,
frjáls aðferð. Veður var nú aftur orðið hið fegursta, logn
og sólskin. Það hafði kvisast, að Sigurður Jónsson frá Yzta-
felli ætlaði að synda bringusund alla leiðina og freista þess
að setja nýtt íslandsmet. Mannfjöldi mikill hafði safnazt að
tjörninni, þegar kallari mótsins, sem var Jón Þórisson, kenn-