Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1946, Page 6

Skinfaxi - 01.11.1946, Page 6
58 SKINFAXI um, eða hvert sem sjónarmið yðar er í einstökum atriðum, og hvort sem þér takið málið frá flokkslegu eða persónulegu sjónarmiði. Jafnframt er sjálfsagt að lofa því, að þér fáið rúm i Skinfaxa, ef yður þætti ástæða til að gera athugasemdir við svör hinna. f nafni ungmennafélaganna vonast ég til, að þér verðið vel við þessum tilmælum, og sendið svar yðar helzt fyrir 1. sept. næstk., þótt það verði auðvitað þakksamlega þegið seinna. Ritstj. hafa borizt tvö svör, frá þeim Braga Sigurjónssyni, ritstjóra á Akureyri og Halldóri Kristjánssyni, bónda á Kirkjubóli i Bjarnardal í Önundarfirði. Fara svör þeirra hér á eftir. Um leið og ritstj. þakkar þessum tveim mönnum svör þeirra, vonast hann til að geta birt svör hinna tveggja í næsta hefti. Svar Braga Sigurjón§sonar: „Hvaða ráð teljið þér vænlegust til þess, að fólk í sveitum landsins verði sem bezt og fyrst aðnjótandi tækni, menntunar og menningar nútímans?“ I. Islenzka þjóðin á sér mörg ævintýri, þar sem lýst er skrautlegum húsum, íburðarmikilli hýbýlaprýði og dýr- legum veizluföngum. Þó eru flestar lýsingar óljósar. Hér birtist annars vegar þráin eftir lífsþægindum, liins vegar þekkingarskorturinn á þeim. Síðustu 60—70 árin hefur þjóðin verið að lifa ævin- týri, stórbrolnara, mikilfenglegra heldur en liana hafði dreymt um i djörfustu draumum sínum, og það er þráin eftir lífsþægindum, sem knýr hana fram. Þjóð án húsa, þjóð án húsgagna, þjóð án fram- leiðslutækja, vegalaus, hafnalaus, skipalaus, símalaus kaslaði sér út í ævintýrið mikla að öðlast þetta allt.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.