Skinfaxi - 01.11.1946, Blaðsíða 79
SKINFAXI
131
sammerkt á hann við knöttinn i því, að hann lýtur sömu
jarðnesku lögmálum.
Áður en við höldum lengra, tel ég rétt að við athugum
nánar hreyfingar fótanna. Til þess að gera einfaldari siðari
skýringar skulum við koma okkur saman um, að eitt hlaup-
skref liefjist við það, að annar fóturinn snerti jörðu og þar
til sami fótur snertir jörðu aftur. Meðan að annar fóturinn
hleypur eitt hlaupskref, hefur hinn numið einu sinni við
jörðu eða likaminn færst fram um tvö skref i þeim skiln-
ingi eins og við venjulega leggjum í orðið skref. Myndasam-
stæðan 1—9 sýnir eitt hlaupskref, og við skulum ræða nánar
um það og skoða myndirnar vel um leið.
Stig og viðnám (0, 1 og 2):
Þessi hluti hlaupskrefsins er talinn hefjast þegar lærið
sígur niður og hefur hreyfingu sína aftur á við. Sköflung-
urinn sveiflast fram á við, svo að það næstum réttist úr
hnénu (0). Stigið í fótinn nokkru framan við falllínu. Fall-
lína = lóðlínari frá þungamiðju líkamans — i miðju mjaðma
— Stiga skal þannig i fótinn, að tær hans viti beint fram á
við og jarkinn nemi fyrst við jörðu. Viðnám fótarins verð-
ur að vera fjaðurmagnað og mjúkt. Gefið eftir í öklalið, liné-
lið og um mjaðmarlið. Viðnám fótarins verkar neikvætt og
verður því að draga úr hömluninni sem mest. Líkja má
lilgangi þessa viðnáms við fjaðrir á bifreið. Eftir þvi sem
fjaðrirnar eru betri, eftir því hafa ójöfnurnar minni hemlandi
áhrif á skrið bifreiðarinnar. Fóturinn á i þessu atriði skrefs-
ins að verka eins og fjöður, sem hraðinn fellir bolinn fram
yfir (1 og 2).
Spyrnan (2 og 3):
Spyrnan hefst í þeirri andrá, er fallhnan færist fram fyrir
undirstöðuflötinn — tær viðnámsfótar. —
Það réttist úr mjaðmarliðnum fyrst, siðan úr hnéliðnum
og síðast úr öklalið og rist. Beyting réttivöðva fótarins í
þcssari andrá er áhrifamesta atriði hlaupsins. Þá fer fram
orkubeiting til framvinzlu hlaupsins. Þessu atriði hlaup-