Skinfaxi - 01.11.1946, Blaðsíða 1
Skinfaxi II. 1946.
(-ii'íhu.r C.iríhiion :
Stefnan og siörfin.
„Tökum ofan fyrir fortíðinni; vinnum ötullega fyrir
framtiðina“. Þannig lcomst Ólafur krónprins Norð-
nianna að orði í sumar, er hann ávarpaði norska ung-
mennafélaga á fimmtugsafmæli félaganna. Ræða lians
við þetta tækifæri er öll merkileg og sýnir hve norsku
ungmennafélögin eru mikill þáttur í þjóðlifi Norð-
nianna og hliðstæður við starfsemi islenzkra ung-
mennafélaga, eins og bent var á i grein, er birtist i Skin-
faxa í fyrra liaust.
Ólafur krónprins bendir á það i ræðu sinni, að ung-
niennafélögin hafi ötullega eflt þjóðerniskennd Norð-
manna og lýðræðisanda, og hafi félögin þannig staðizt
prófraun stríðsáranna. Hann heilir á félögin að vinna
áfram á þessum grundvelli.
Ilann minnist einnig á viðfangsefni, er nú sé sérstak-
lega aðkallandi fyrir Norges Ungdomslag að fást við, og
sé það fólksstranmurinn úr sveitunum til hinna stærri
bæja. Hér verði að liefja ákveðnar aðgerðir og þá eink-
um með fjárhagslegri viðreisn sveitanna, en líka með
öflugum félagsátökum ungmennafélaganna. Það þurfi
að gera sveitirnar skemmtilegri og vistlegri fyrir æsku-
lýðinn, og ungmennafélögin eigi að vinna það verlc með
fræðslustarfsemi, bókasöfnum sínum, söngstarfsemi,
þjóðdönsum, iþróttum, góðum kvikmyndum og félags-
starfsemi yfirleitt.
Ræða krónprinsins norska var þannig baráttuhvöt,
5