Skinfaxi - 01.11.1946, Blaðsíða 58
110
SIvINFAXI
Glíman hefst.
6. Áslaug Stefánsdóttir (Skh) fyrir flest stig i sundi.
7. Sígurður Jónsson (Þ.) fyrir flest stig í sundi.
8. Sigurjón Guðmundsson (Skh) fyrir flest stig í glímu.
9. Jón ólafsson fyrir bezt afrek í frjálsum iþróttum.
Verðlaun þessi voru ýmist áletraðir diskar, bréfahnífar eða
bréfaþvingur, hinir snotrustu gripir.
Að lokum sleit sambandsstjóri þessu 5. landsmóti Ungmenna-
félags íslands með ræðu og þakkaði öllum, sem hlut áttu
að þvi að gera það jafn glæsilegt og raun bar vitni um. Að
lokum sungu allir af lífi og fjöri: Vormenn íslands og var þá
komið fram á nágnætti. Margir fóru þá að húast til heim-
ferðar, en aðrir undu við dans og kvikmyndasýningu enn
um liríð.
Úrslit íþróttanna.
Árangurinn í íþróttakeppninni varð yfirleitt ágætur. Þegar
gerður er samanburður við úrslitin á Hvanneyrarmótinu 1943,
kemur i ljós, að framfarir hafa orðið i öllum sambærilegum
íþróttagreinum, og mjög miklar i sumum. Hér verður skýrt
frá úrslitum í einstökum íþróttagreinum, gefið yfirlit um stig
hvers keppanda, en þeir voru 49, sem stig hlutu og sagt frá
vinningum héraðssambandanna. Tölurnar innan sviga eru frá
Hvanneyrarmótinu 1943 sú fyrri, en sú síðari frá landsmóti
U.M.F.f. 1914. Er fróðlegt að gera samanburð, bæði um þró-
unina siðustu 3 árin og einnig síðustu 32 árin. Er hún glögg-