Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1956, Síða 8

Skinfaxi - 01.11.1956, Síða 8
104 SKINFAXl stuttar kynnisferðir um nágrennið. Hverjum degi lauk með kvöldvöku, þar sem þátttakendur sáu um skemmtiatriðin sjálfir. Svíarnir sáu um fyrsta kvöldið, þá við og Norð- menn sameiginlega, síðan Finnar og siðasta kvöldið Danir. Dagskrá hverrar kvöldvöku var með nokkuð áþekku sniði, þó mismunandi atriði væru fram sett. Finnarnir báru þarna af, þeir höfðu mjög glæsilegan þjóðdansaflokk, einnig voru þeir með kvennaflokk, sem sýndi leikfimi, ein stúlka sýndi „Ritlnny". Einn- ig höfðu þeir vel æfðan söngflokk, o. fl. o. fl. Sví- arnir sýndu og þjóðdansa á sinu kvöldi og ávallt var mikið dansað af þjóðdönsum á kvöldvökum. Við önnuðumst dagskrá með Norðmönnunum. Sýnd- um við ekki þjóðdansa, en ég er þess fullviss ,að ung- mennafélagar héðan geta sýnt dansa á þessum mót- um, sem eru fyllilega samhærilegir við það, sem sýnt er þar af öðrum. Ég fullyrði þetta af þeim kynnum, sem ég hef haft af þessari starfsemi lijá okkar fé- lögum. Við sungum íslenzk lög og lásum upp kvæði. Tveir okkar sýndu glímu, og einnig sýndum við skuggamyndir frá íslandi. Sáum við eftir því að hafa ekki líka kvikmynd héðan meðferðis. Vonandi er, að framliald verði á því, að íslenzkir ungmennafélagar taki þátt í þessum mótum og er þá nauðsyn á, að þeir séu undir það búnir að flytja einhver alriði til skemmtunar. Sérstaklega er mikill áhugi fyrir glím- unni. Við fórum í skennntiferðir um nágrennið. Sáum við hinn forna þingstað héraðsins. Einnig skoðuð- um við kirkju í Stora-Tuna, mjög fagra, byggða um 1400. Þá sáum við koparnámurnar í Falun, þær mestu í Evrópu. Var mjög fróðlegt að sjá sögulegt safn námanna. Þar gaf margt á að líta, t. d. fram- leiðsluna um margar aldir, og eins eftirlíkingar af

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.