Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1956, Page 31

Skinfaxi - 01.11.1956, Page 31
SKINFAXI 127 fyrir skipverja, að þeir skipuðu þar upp fiskinum. Neituðu Hollendingar þvi liarðlega, töldu sig eiga aflann og kröfðust að fá að sigla með hann heim. Stóð í þessu stímabraki fjórar vikur, hvorugir létu sig, en fiskurinn tók að skemmast í lestinni. Þá loks komu menn úr landi og tóku að skipa upp fiskinum. Horfðu skipv.erjar á það blóðugum augum, hæði vegna aflamissisins og eins vegna liins, að fiskurinn var skemmdur orðinn. Fengu Hollendingar ekkert borgað fyrir fiskinn, en lifrarhlut fengu hásetar greiddan. Ekki létu Bretar togarann lausan, þótt þeir hefðu tekið úr honum fiskinn. Héldu þeir skipi og mönnum i haldi í þrjá og hálfan mánuð. Vildu Hollendingar ekki yfirgefa skipið. Leið þeim eftir atvikum vel, þeir bjuggu í skipinu og höfðu nóg fyrir sig að leggja. Fengu þ,eir peninga senda að heiman. Þótt Einar væri ekki búinn að vera nema tvö ár í Hollandi, þegar hér er komið sögu, átti liann talsverða fjárhæð í banka. Sendi hann konu skipstjóra síns skeyti, — en hjá þeim hjónum var hann í fæði og húsnæði fyrstu fimm árin, sem hann var i Hollandi, — og bað liana senda sér peninga. Gekk það greiðlega fyrir sig og komu peningarnir með heztu skilum. Lét Einar sér líða vel eftir það og skemmti sér eftir föngum. Loks létu Bretar sig. Sigldu skipverjar togara sín- um þá heim til Hollands. Var þá komið langt fram á sumar. Á þessum misserum var Einar stundum stýrimaður á seglkútterum og smátogurum á Norðursjó. Naut hann þar sjómannsreynslu sinnar, því að enga skóla- menntun hafði hann fram yfir venjulegt barnaskóla- nám heima. Þótt Norðursjórinn mætti lieita orrustu- svæði, og mörg skip færust þar árlega af völdum styrjaldarinnar, var heppnin jafnan með Einari. Kom skip hans ávallt heilt i höfn. Eitt sinn voru þeir á

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.