Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1956, Síða 18

Skinfaxi - 01.11.1956, Síða 18
114 SKINFAXl heldur vegna bræðralags þeirra þjóða, sem vilja vaka yí'ir dýrmætri eign og helgum dómum. Hann álitur blátt áfram, að ef íslendingar slaki um hársbr,eidd á kröfum sínum, muni þeir svikja þann anda, sem í næturhúmi margvislegrar haráttu varð að heilbrigðri norrænni samkennd. Sjálfur hefur hann um þelta sagt (í bréfi til Alþýðublaðsins 14. júlí 1954): „Að lokum langar mig að geta þess, að ég er ekki samþykkur þeim, s,em álíta, að íslenzka sljórnin hafi vísað skiptingartillögunni á bug alltof flaumósa. Því hefur venð haldið fram af íslendingum, að þessi til- laga hafi sýnt einlægan vilja til að leysa handrita- deiluna að óskum beggja þjóðanna. Ég er ekki viss um, að þetta sé rétt, jafnvel ekki hvað Dönum við- vikur. Að minnsta kosti hafa liöfundar frumvarpsins alls .ekki skilið þá lilið málsins, sem snýr að norræn- um samhug. íslendingar svikusl undan merlci, þegar handritamálið var tekið af dagskrá 1918. 1 dag liefðu þeir ekki aðeins svikið sjálfa sig heldur og alla þá vini sína á Norðurlöndum, sem álíta að heiðarleg reikningsskil handritamálsins séu nauðsynleg til að hreinsa andrúmsloft norrænnar hyggju, ef þeir hefðu tekið skiptingartillöguna til greina.“ Við erum orðnir svo vanir því að álíta norræna samvinnu nokkurs konar hálfvelgju og kukl, og van- trú okkar á þessa starfsemi hefur ekki minnkað sið- an við urðum þess varir, að Norðurlandaráðið vili helzt komast hjá því að taka handritamálið á dagskrá. En ætli þessi vantrú okkar sé ekki af því sprottin, að við einblínum of mikið á aðferðir stjórnmálamann- anna. Ætli Bjarni M. Gíslason, s,em liefur dvalið yfir 20 ár í Danmörku, beri ekki betur skyn á þá hluti en við, hvorl ekki finnist neinn jákvæður norrænn andi meðal frændþjóða okkar. Jú, hann finnst, og hvergi jafn raunhæfur og meðal lýðskólahreyfingarinnar dönsku. En það er svo um liugsjónir, sem menn vinna

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.