Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1956, Side 40

Skinfaxi - 01.11.1956, Side 40
136 SKTNFAXI Skýrslnr félaganna 1955 Öllum félögum, sem eru meðlimir í Ungmennafélagi íslands, þer að senda því árlcga skýrslu um starfsemi sina. Á þcssu vill verða nokkur misbrestur, þó mest á þann hátt, að skýrsl- urnar berast injög seint. T. d. nú, þegar þetta er ritað, eða siðustu dagana i nóvember 1955, eiga fjölda mörg félög eftir íið senda skýrslu sina yfir starfsemi ársins 1955. Úr þessu „verður að bœta. Það er bæði fróðlegt og skemintilegt að blaða í gegnum árs- skýrslur félaganna. Það má segja, að frá liverri skýrslu streymi andi, líf og svipmót þess svæðis, er liún nær yfir, og i skýrsl unum má finn-a og lesa, — þó ekki sé nema milli línanna —• allmerkar upplýsingar. Þar sézt m. a., að starfsemi ungmenna- félaganna getur verið blómleg, þótt félagssvæðið sé fámennl og strjálbýlt. Leyndardómurinn við þá starfsemi er ef til vill ekkert diúpt grafinn, hann er einfaldlega sá, að fólkið i þess- um byggðarlögum, hefur lag á að miða sina félagsstarfsemi við aðstæður hvers tima. Það er auðvilað, að ekki þýðir að liugsa sér nú að reka félagsskap á sama hátt og liann myndi hafa verið rekinn um aldamótin. Markmiðin geta verið liin sömu, séu þau til almenningsheilla svo sem stefnumál ung- mennafélaganna, en aðferðirnar til að ná þessum markmið- um hljóta alltaf að vera háðar duttlungum timans. Ég vil í þessu sambandi sérstaklega nefna eitt félag, það er Ungmennafélag Fjöllunga í Fjallahreppi, N.-Þing. í því féiagi eru 32 félagar yfir 10 ára aldur. Árið 1951 eru býli lireppsins talin 7, þó tvö þeirra í eyði. Á síðustu ársskýrslu Umf. Fjöllunga sést, að það liefur starfað með miklum blóma. Það hefur haldið tvær skemmti- samkomur á árinu, þar sem fram hefur farið borðliald, upp- lestur, söngur, leikur og dans. Það liefur haldið tvo félags- fundi, þar sem rædd hafa verið ýmis félagsmál, og það hefur unnið að skógrækt og ýmsum öðrum menningarmálum. Framangreindar tölur sýna, að allir ibúar Fjallahrepps, sem eitthvað eru komnir til vits og ára, eru í Umf. Fjöllunga. Hver meðlimur er virlcur félagi. Trú á landið og bjartsýni á framtíðina mun ríkja og andi samvinnu og félagsþroska mun svífa yfir ungmennafélagsfundum fólksins á Fjöllunum. í Norður-Þingeyjarsýslu eru fleiri ungmennafélög, eða Umf. Leifur heppni, Kelduhverfi; Umf. öxfirðinga, Öxarfirði; Umf. Núpssveitunga, Núpasveit; Umf. Neisti, Vestur-Sléttu; Umf.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.