Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1956, Qupperneq 27

Skinfaxi - 01.11.1956, Qupperneq 27
SKINFAXI 123 krafði, að hann leitaði snöggvast hafnar, er hann var með skip sitt hér við land, og þá helzt í Vestmanna- eyjum. Öll þessi ár hefur hann verið búsettur í Hol- landi. átt þar börn og huru og komizt mæta vel af. Sjóinn hefur hann jafnan stundað af mesta kappi og stuttan tima á ári hverju haft fast land undir fótum. En þótt liann hafi lengst af ævinnar fiskað með þjóðum, hefur hann samt aldrei viljað annað vera en íslendingur; íslenzkan ríkisboi'gararétt sinn hef- ur hann aldrei viljað missa. Og þótt varla geti heitið, að hann hafi umgengizt landa sína á þessum áratug- um, talar hann móðurmál sitt svo vel, að furðu sætir. Þegar hann réðst á skip á ný í fæðingarbæ sínum, eftir meira en 40 ára brottveru þaðan, átti hann hol- lenzka konu i Haarlem í Hollandi, sem nú er einnig flutt til íslands, dóttur húsetta í Ástralíu, sem lieit- in er eftir móður hans, Vilborgu Stefaníu Árnadóttur, aðra dóttur í Höfðaborg í Suður-Afriku, og son, Ein- ar að nafni, sem er stýrimaður á hollenzku milli- landaskipi. Verður ekki annað sagt en þessi fimm manna fjölskylda sé meira en litið tvístruð um ver- öldina. En nú er rétt að víkja til upphafsins og segja ögn frá tildrögum þess, að Einar Guðmundsson réðst á úllenzk fiskiskip. Það er í rauninni upphaf þessa máls, að á árunum eftir 1910 hóf enska fyrirtækið Bookless Bros um- fangsmikla fiskveiðastarfsemi í Hafnarfirði. Kevptu þeir bræður, Harry og Douglas Bookless, fisk af er- lendum togurum, þar á meðal af nokkrum logurum frá Ijmuiden í Hollandi. Voru þeir eign R. de Boer þar í bæ. Réðust nokkrir íslenzkir menn á þessa togara á vertíðum, .einkum „fiskilóðsar“ og flatningsmenn. Einn þessara togara liét Baldur, og á vertíðinni árið 1912 réðst Einar Guðmundsson flatningsmaður á hann, þá tæpra 18 ára að aldri. Árið eftir var liann

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.