Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1956, Qupperneq 13

Skinfaxi - 01.11.1956, Qupperneq 13
SKTNFAXl 109 VÍGSLULJÓÐ ^JuncfiJ a J JJiöJu Með glöðum hug á góðum sumardegi er gott að eiga saman þessa stund, svo ungir jafnt og aldnir sitja megi i okkar húsi þennan vinafund, frá önn og hversdags erli er ljúft að liverfa og una sér við hollan skemmlibrag. Frá þreyttri elli og þeim, sem landið erfa fer þögnin burt er hljómar feginslag. í húsi því er helgast gleði og starfi við hyllum þá, sem striddu á myrkursöld með skömmtuð laun og skarðan hlut að arfi við skilningslitil, harðdræg yfirvöld. Á löngum kvöldum lásu þeir og unnu við lítinn yl í gluggaþröngum bæ, og skuggatimans skeið á enda runnu til skins þess dags, er hækkar si og æ. Um tunglskinskvöld og norðurljósanætur er norræn tign í fegurð sinni mest, og hver, sem aldrei gefur slíku gætur hann glatar þvi, sem er og verður bezt. Við minnumst þess að margt er stærra og liærra en mannleg hugsun skilur eða sér, því gildi lifsins fclst oft í þvi fjarra, að finna það hin dýpsta vitrun er. S. B. horf. Það er mikið átak af fámennu sveitarfélagi að koma upp góðu fundarhúsi, en hitt er þó enn meiri vandi að byggja upp úr rústum sveitamenningar okkar nýja menningu sem fullnægir kröfum tímans og geymir þó það sem verðmætt er í þjóðarmenningu Islands. Sveinbjörn Benteinsson.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.