Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1956, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.11.1956, Blaðsíða 21
SKINFAXV 117 þykir sá hæfileiki hafa einkenut afkomendur hans marga. Guðmundur missti föður sinn í snjóflóði rétt fyrir jólin árið, sem hann fædd.st. Vorið eflir var hann tekinn til uppfósturs í Mosdal. Þar bjó þá hálfbróðir föður hans, Guðmundur Jóhannesson. Fóstra Guð- mundar var Guðrún Jónsdóttir, frændkona hans. Heimilisfólkið i Mosdal var greint og bókhneigt, stað- urinn afskekktur og heimilisbragur m. a. þess vegna sérstæður nokkuð, en þar ríkti ástundun trúar og fornra dyggða og rækt var lögð við gamlan fróðleik og þjóðlegan. Snemma har á bókhneigð Guðmundar. Vann hann jal'nvel útistörf með hók í hendi og snemma fór hann að lálga og skera út. Síra Sigtryggur prófastur Guð- laugsson segist minnast útskorinna muna Guðmund- ar frá því, er hann var barn og segir hann, að sér sé ljóslifandi fyrir augum handbragðið og hug- kvæmnin, er þeir báru vott um. En ekki varð langt tóm til ástundunar hugðarefna. Þegar um fermingaraldur fór Guðmundur á sjóinn og stundaði hann, þar lil hann brauzt af eigin ramm- leik til náms í tréskurði hjá Stefáni hinum oddhaga Eiríkssyni. Var það árið 1911. Þaðan útskrifaðist hann vorið 1916. Dvöl Guðmundar hjá Stefáni mun hafa orðið honum næsla drjúgt veganesti, þótt sleppt sé hinu eiginlega námi, skurðlistinni. Áður en Guðmundur fór suður gerðist hann braut- ryðjandi ungmennafélagshreyfingarinnar á Vest- fjörðum. Hann stofnaði ungm.fél. „Valþjóf“ 26. janú- ar 1908 í Valþjófsdal, „Vorblóm“ á Ingjaldssandi 22. marz 1908, Ungm.fél. „Önfirðinga“ 6. desember 1909. Var það í þrem deildum. Er Guðmundur kom suður, var ungmennafélags- skapurinn þar m.eð miklum blóma. Gerðist Guðmund- ur félagi í „Ungmennafélagi Reykjavikur“ og var i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.