Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1956, Síða 21

Skinfaxi - 01.11.1956, Síða 21
SKINFAXV 117 þykir sá hæfileiki hafa einkenut afkomendur hans marga. Guðmundur missti föður sinn í snjóflóði rétt fyrir jólin árið, sem hann fædd.st. Vorið eflir var hann tekinn til uppfósturs í Mosdal. Þar bjó þá hálfbróðir föður hans, Guðmundur Jóhannesson. Fóstra Guð- mundar var Guðrún Jónsdóttir, frændkona hans. Heimilisfólkið i Mosdal var greint og bókhneigt, stað- urinn afskekktur og heimilisbragur m. a. þess vegna sérstæður nokkuð, en þar ríkti ástundun trúar og fornra dyggða og rækt var lögð við gamlan fróðleik og þjóðlegan. Snemma har á bókhneigð Guðmundar. Vann hann jal'nvel útistörf með hók í hendi og snemma fór hann að lálga og skera út. Síra Sigtryggur prófastur Guð- laugsson segist minnast útskorinna muna Guðmund- ar frá því, er hann var barn og segir hann, að sér sé ljóslifandi fyrir augum handbragðið og hug- kvæmnin, er þeir báru vott um. En ekki varð langt tóm til ástundunar hugðarefna. Þegar um fermingaraldur fór Guðmundur á sjóinn og stundaði hann, þar lil hann brauzt af eigin ramm- leik til náms í tréskurði hjá Stefáni hinum oddhaga Eiríkssyni. Var það árið 1911. Þaðan útskrifaðist hann vorið 1916. Dvöl Guðmundar hjá Stefáni mun hafa orðið honum næsla drjúgt veganesti, þótt sleppt sé hinu eiginlega námi, skurðlistinni. Áður en Guðmundur fór suður gerðist hann braut- ryðjandi ungmennafélagshreyfingarinnar á Vest- fjörðum. Hann stofnaði ungm.fél. „Valþjóf“ 26. janú- ar 1908 í Valþjófsdal, „Vorblóm“ á Ingjaldssandi 22. marz 1908, Ungm.fél. „Önfirðinga“ 6. desember 1909. Var það í þrem deildum. Er Guðmundur kom suður, var ungmennafélags- skapurinn þar m.eð miklum blóma. Gerðist Guðmund- ur félagi í „Ungmennafélagi Reykjavikur“ og var i

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.