Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1956, Side 15

Skinfaxi - 01.11.1956, Side 15
SKTXFAXI 111 stundum ofgert Kröftum sínum. En það var fjarri skapgerð lians að lilífa sér í nokkru. Hann var kominn af traustum og merkum bændaættum, og tók sjálfur upp merki forfeðra sinna, að erja jörðina, svo hún mætti bera ríkulegan ávöxt. Hann efaðist aldrei um frjó- mátt móður jarðar, og hennar ótæmandi auðlindir. 1 æsku naut Jón engrar skólamenntunar fram yfir venjulegan fermingarundirbúning. Hann var ágætlega greindur, stálminnugur og fróðleiksfús. Það er því auðvelt að gera sér í hugarlund, að eflaust hefði hann kosið sér, að öðru vísi hefði til skipazt. Mér er kunnugt um, að hann lét sig miklu varða að synir hans gætu notið þess, sem hann fór sjálfur á mis. Nýlega hefur elzti sonur hans, Guðmundur, lokið stúdentsprófi. Þótt Jón nyti ekki skólamenntunar, varð hann prýði- lega sjálfmenntaður maður. Hann hafði yndi af lestri góðra bóka og braut gjarnan efni þeirra til mergjar. Á uppvaxtarárum Jóns, á fyrsta og öðrum tug aldar- innar, fór ungmennafélagshreyfingin sigurför um landið og gi’eip hugi ungra Islendinga og hvatti þá til dreng- skapar og dáða. Jón varð einn af stofnendum ungmennafélags sveitar sinnar. Og U.M.F. Hrunamanna hafði brátt óvenjulega mörgum góðum liðsmönnum á að skipa. Meðfæddir hæfileikar Jóns hlutu að skipa honum í fylkingarbrjóst, þar sem liann beitti sín. Ungmennafélagshrevfingin var hinum unga manni kærkominn skóli, og bætti hon- um að nokkru upp, að hann hafði ekki notið skólamennt- unar í æsku. 1 ungmennafélaginu voru rædd af eld- legum áhuga, eins og æskufólki er títt, mörg framfara- og menningarmál, bókmenntir og aðrar fagrar listir. Þótt Jón væri hlédrægur að eðlisfari, varð hann brátt einn bezti ræðumaðurinn á fundum félagsins. Hann hafði svo að segja drukkið í sig með móðurmjólkinni tign og þrótt tungunnar og tileinkað sér með vaxandi þroska auðlegð sagna og ljóða. Og honum var í blóð

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.