Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1956, Side 45

Skinfaxi - 01.11.1956, Side 45
SKINFAXI 141 íþróttir, sem sýndar verða: Fimleikar. (Vonandi tekst að koma á hópsýningum). Þjóðdansar. (Vonandi fæst þátttaka i 4—5 fjöldadönsum). Aðstaðan til keppninnar: Ætlað er, að sundið fari fram í Laugaskarðslauginni í Hvera- gerði. Þó að eigi verði lokið við smíði nýrra sundskýla við laugina, þá verður aðstaðan góð i þessari ágætu 50 m sund- laug. Iveppt verður i öðrum íþróttagreinum á völlunum neðan Fangbrekku á Þingvöllum. Þar er nú sæmilega slétt og gróin grasflöt, sem brautir verða markaðar á líkt og á Fitina á bökkum Hvítár 1943 og á grasvöllinn að Eiðum 1952. Hér er nú ætlunin að æska íslands komi saman til fjöl- þættra leika á hinum elzta og virðulegasta leikvangi íslands. Á völlunum undan Fangbrekku gekk æska landsins um langt skeið til leika meðan löggjafarstörf fóru fram að Lögbergi og slík glaðværð barst frá leikunum að senda varð frá Lögbergi sendiboða til þess að lægja hávaðann, svo að störf að Lögbergi trufluðust eigi. Iiversu margar kynslóðir isl. æsku liafa ekki þráð það augnablik að fá að gang-a til leiks undir Fang- brekku á Þingvöllum og dreymt um glæsilega framgöngu og því æft sig og þjálfað, þvi að frama sótti enginn á vellina undir Fangbrekku, nema liollt ætti atgcrfi og byggi yfir fræknlcik. Meðan þingstörf voru háð á Þingvöllum, fóru þar fram kaupstefnur, sagnaþulir þuldu fræði sín, fótk úr hinum ýmsu landshlulum sögðu fréttir, konur og karlar skört- uðu sínu fegursta í klæðnaði og fararskjótum — og þá var það ekki sízt æskan, sem sýndi sig. Fjallkonan á Skjaldbreið, Ármann i Ármannsfelli og fleiri góðar vættir landsins gátu virt fyrir sér og metið hvaða framtíð landið átti í því ungviði, sem sýndi sig yfir þingtímann á Þingvöllum. Nú er öldin önn- ur. Ekkert löggjafarstarf að Lögbergi safnar þjóðinni á Þing- völl. Æskulýðsfélagsskapur, sem batzt heildarsamtökum 1907 á Þingvöllum boðar nú þjóðina til 50 ára afmælisfagnaðar og þessi fél'dgsskapur kallar nú á æsku landsins og segir: „Án þín verða sviplítil hátíðahöld. Þig viljum við sýna hinum fornu landvættmn Þingvalla. Mcð þér viljum við enn á ný færa líf í slórfengleik Þingvalla á graslendi milli gjárveggja og hraunbreiða. Þessa inynd viljum við sýna sem flestum og þvi heitum við á þig að búa þig sæindarvænlcga til þátt- töku i X. Landsmóti U.M.F.Í.“ — Minnist þess, þið, sem vor- uð með á Akureyri 1955, hvað blöð þess bæjar dáðu fram-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.