Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1956, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.11.1956, Blaðsíða 22
118 SKINFAXI því allan tímann, sem hann dvaldi í Reykjavík. Var hann ritari félagsins og lét mikið til sín taka um starfsemina. Hauslið 1916 fór Guðmundur vestur á ísafjörð og var þar nær samfellt til dauðadags. Hann gekk þegar í „Ungmennafélag lsfirðinga“ og varð brátt formaður þess. Ilinn 25. febrúar 1917 stofnaði hann svo Ung- mennafélagið Árvakur í því skyni að ná betur til unga fólksins. Var Guðmundur lengstum l'ormaður þess félags og lífið og sálin í framkvæmdum þess. Guð- mundur var sambandsritari U.M.F.I. árin 1924—’33. Stjórnarstörfin hvíldu mjög á hans herðum þau árin og einkum 1928—’29, er hann tók tímarit sambands- ins „Skinfaxa“ vestur til sín og annaðist um rilstjórn hans ásamt Birni Guðmundssyni á Núpi í Dýrafirði. Guðmundur starfaði mikið i Góðlemplarareglunni og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Einkum lét hann til sin taka innan unglingareglunnar. Hann starfaði og innan K.F.U.M. á ísafirði, var í safnaðarstjórn síð- ari árin og meðhjálpari í Isafjarðarkirkju. Var Guð- mundur trúmaður einlægur og liafði ávallt áhuga fyrir kristnum fræðum og kirkjumálum, enda mikill vinur og stuðningsmaður presta þeirra á Isafirði, ,er voru þar samtímis honum. Hér verða ekki rakin marg- háttuð félagsstörf Guðmundar. Þess verður þó að geta 'hér til viðbótar, að liann var einn af forgöngumönn- um byggðasafns ísfirðinga og lagði á sig mikið starf fyrir það merka mál og hugur lians til þess kom fram áþreifanlega, er hann arfleiddi byggðasafnið að húsi sínu „Sóltúnum" ásamt munum sínum ýmsum og mun sú gjöf og starf Guðmundar i þágu byggða- safnsins Lengi verða munað og þakkað. — Guðmund- ur var áhugamaður innan „Sögufélags lsfirðinga“ og i stjórn þess. Menningaráhugi Guðmundar og mannræktar mun lengi halda nafni lians á lofti, en hinir mörgu list-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.