Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1956, Síða 28

Skinfaxi - 01.11.1956, Síða 28
124 SKINFAXl aftur á sama togara, og eins 1914. En þegar Baldur hélt heim til Hollands að vertíð lokinni þetta ár, fór Einar ekki í land, heldur sigldi út með togaranum. Þeir voru tveir Hafnfirðingarnir, s,em til Hollands fóru með Baldri, hinn var Guðbjörn Jóhannsson. Skömmu eftir að þeir komu til Hollands, skildu þeir félagar. Vildu þeir læra málið sem bezt og töldu sig gera það betur, ef þeir skildu. Var þeim íslenzkan töm, er þeir voru saman. Það réðst svo, að Einar fór af Baldri, en Guðhjörn varð kyrr. Þrem árum síðar rakst Baldur á tundurdufl i Norðursjó og fórst með allri áhöfn. Eins og að líkum lætur var Einar Guðmundsson enginn viðvaningur á sjónum, er hann réðst flatnings- maður á hollenzka togarann Baldur árið 1912, þótt ekki væri hann nema átján ára. Strax að loknu barna- skólanámi, 14 ára gamall, fór liann á skútu. Var það skútan Ilimalaya, sem Ágúst Flygenring átti. Var liann síðan á ýmsum skútum, þar til liann fór á tog- arann. — En áður hafði hann farið með föður sín- um á skútu að sumarlagi. Var hann ekki nema 11 ára gamall, er hann fyrst kynntist skútulifinu. Hann taldi sig þó ekki of ungan til að renna færi í sjó. Varð hann fljótt var. En dregið gat hann elcki, til þess voru kraftarnir of litlir. Kallaði Iiann þá til föður síns, sem stóð frammi á skipinu: „Pabbi, það er komið á hjá mér.“ Kom þá faðir hans honum til hjálpar og dró fiskinn. Á meðan tók stráksi færi föður síns, og beit þá stundum á hjá honum meðan karl var að draga fyrir hann. Það má með sanni segja, að sjómennska sé Einari Guðmundssyni i blóð borin. Forfeður lians í föður- ætt hafa verið fiskimenn við austanverðan Hafnar- fjörð svo langt aftur í aldir, sein rakið verður. Voru þeir leiguliðar Garðakirkju á ýmsum kotum í Garða- torfunni mann fram af manni. Á býlinu Nýjabæ í

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.