Skinfaxi - 01.11.1956, Side 38
134
SKINFAXI
Síldarvertíð stóð þrotlaust fram í miðjan desem-
ber. Var þá stanzað um tíma, en á bak jóluin var farið
á skrapfiskerí á Norðursjó, og stóð sú veiði fram að
Íslandsvertíð. Var fiskurinn þá ýmist saltaður eða
ísaður. Oft var mikil makrilveiði á þessum tíma árs.
Var makríllinn veiddur í is. í landi var makríllinn
scuiir í saltlög og «:5an reyktur. Þykir Hollending-
um hann kostafæða.
Þegar frá leið, varð mikil breyting á togaraútgerð
Hollendinga. Þegar Einar kom fyrst til Hollands, og
allt til loka fyrra stríðs voru hátt á annað liundrað
togarar í landinu. En síðan tók þeim að fækka. Þegar
kreppan skall á eftir 1930, dróst togaraútgerðin enn
meira saman. Markaður í öðrum löndum brást, og
fækkaði togurum Hollendinga stöðugt. 1 byrjun síð-
ari heimsstyrjaldarinnar var tala togaranna komin
niður í 40. — Nú eiga Hollendingar aðeins 15 togara.
Minni vélbátar liafa komið í þeirra stað.
Þessi þróun leiddi að sjálfsögðu til þess, að togara-
skipstjórar sáu óvænkast sitt ráð. Við þetta bættist
svo, að skólaganga til skipstjóraprófs hafði verið
lengd til muna á kreppuárunum. Varð þá í landinu
margt ungra manna með stýrimannaprófi, sem ekki
fengu skip. Þá voru sett þau lög, að allir eldri skip-
stjórar, sem lokið höfðu prófi, meðan nám var stvttra
og sjómannsreynsla skilaði þeim langleiðina i skip-
st'órasess. skyldu nú lesa upp og læra belur og þrevta
síðan próf á ný. Einari þótti þetta nokkuð harðir
kostif, en um ]iað tjóaði ekki að tala. Um 40 skip-
stjórar urðu að sæta þessu. Veturinn 1936—37 lall-
aði Einar sig því jafnan upp í sjómannaskóla á milli
fiskitúra og sat þar tvo tíma á skólabekk. Síðan tók
hann bækurnar með sér á sjóinn og las undir næstu
heimsókn í skólann. Þessu fór fram allan veturinn,
en um vorið skyldi hann þreyta prófið. Hann var
þá kominn yfir fertugt og liafði við annað meira