Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1956, Síða 32

Skinfaxi - 01.11.1956, Síða 32
128 SKINFAXI veiðum nær strönd Englands, þegar kafbátur lyfti sér allt í einu úr djúpinu. Einar var vaklformaður, og varð honum ekki um sel. Ivallaði hann strax á skip- stjóra, sem var niðri að borða. Kafbáturinn kom nær, unz hann var kominn i kallfæri. Þekktu þeir fiski- mennirnir þá þýzkt merki á honum. Kölluðu nú kaf- bátsmenn og spurðu á ensku, bvort þeir mæltu á enska tungu. Hinir kváðu nei við því, sögðu sem satt var, að þeir væru hollenzkir frá Ijmuiden. Kaf- bátsmenn spurðu þá, hvort þeir hef'ðu ekki séð ensk fiskiskip þá um morguninn. Fiskimenn létu lítið yfir, sögðu, að þoka hefði verið og slæmt skygni. (Vildu þeir ekki segja lil um enska sléttarbræður sína, fyrr en ])á í fulla hnefana.) Kafbátsmenn héldu áfram að þráspyrja, en hinir svöruðu fáu. Létu kafhátsmenn þá kyrrt liggja og kváðust vilja fá i soðið hjá þeim. Hinir töldu sig ekki geta neitað því. Fylltu þeir nokkrar körfur af rauðspettu, smálúðu, ýsu og ýms- um smáfiski, sem algengt er að veiða í Norðursjó. Færðu þeir kafbátsmönnunum körfurnar. Létu þeir það gott heita og hurfu brolt á kafbát sínum. Fiski- mennirnir þóttust hólpnir í þetla sinn að vera ekki enskir og hrósuðu happi yfir, live vel þeir sluppu. Árið 1919 kvæntist Einar. G.ekk liann að eiga hol- lenska konu, dóttur skipstjóra, sem um nokkurt skeið hafði verið síldarkaupmaður í Þýzkalandi. Keypti Einar sér þá hús á góðum slað í Ijmuiden, og þar hjuggu þau hjón i meira en tuttugu ár, eða fram í heimsstyrjöldina síðari. Eignuðust þau þrjú börn, eins og áður er á minnzt, og er liið yngsta þeirra, son- urinn Einar, fæddur árið 1926. Um svipað leyti keypti Einar annað hús, rétt hjá hinu. Það hús leigði hann út. Skömmu eftir að Þjóðverjar hernámu Hol- land í síðasta stríði, jöfnuðu þeir hæði hús Einars við jörðu og tóku lóðirnar undir langdrægar fall-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.