Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1956, Síða 25

Skinfaxi - 01.11.1956, Síða 25
SKINFAXI 121 kunnur rithöfundur. Síðan hafa þessar bækur komið út eftir liann: Vegir og veglegsur, skáldsaga, 1941, Ngjar sögur, 1944, Ljóðakver, 1947, Iíinn gamli Adam, smá- sögur 1947, Hvítsandar, skáldsaga, 1949, Á veraldar vegum, smásögur, 1953, Frá morgni til kvölds, smá- sögur, 1953. í lilefni sjötugsafmælis skáldsins, 1955, gaf Almenna bókafélagið út smásagnaúrval, Sögur, og er ein sagan í því safni ný. Og enn s,endir Þórir Bergsson frá sér smásögur, þótt hann sé kominn á áttræðisaldurinn. Eins og fyrr var sagt, hefur aldrei nein hárevsti vei\ð um rithöfundarnafn Þorsteins Jónssonar. Undir dulnefni hóf hann innreið sína á veltvang bókmennt- anna, og í kyrrþey liefur liann skrifað sögur sínar, lengst af í frístundum frá fjarskyldum borgaralegum störfum. Samt er hann snjall rithöfundur, vafalaust í hópi þeirra islenzkra höfunda, sem bezt kunna að segja smásögu. Slyrkur hans liggur í næmu listfengi i efnismeðferð og tjáningu, sálfræðilegum skilningi, og nákvæmri þekkingu og skáldlegu innsæi á við- brögðum manna, tilfinningum og háttum. í sumum sögum hans eru tökin svo hárfín, að vart verður het- ur gert, blær umhverfis andar úr frásögn, innlifunin skýr og snögg. Hann er ekki félagslegur liöfundur, þótt víða komi hann auga á vandkvæði og misfelli i samfélaginu, hann er fyrst og fremst mannlegur höf- undur, sem skynjar næmlega örlög samborgaranna, oftast mótviðrasöm, stundum sár og þrúgandi. Hann hefur skömm á flysjungshætti og heitir þá skopi, þótt alvara lífsins í misvindasömum mannheimi liggi hon- um ríkast á hjarta. Leikur ekki á tveim tungum, að nafn hans mun lifa í íslenzkri bókmenntasögu, meðan smásagan er nokkurs virt. Skylt er mér að játa það hér, að ég stend i per- sónulegri þakkarskuld við Þóri Bergsson. Mér er i barnsminni, er ég gróf upp úr gamalli skúffu Eim-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.