Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1956, Síða 56

Skinfaxi - 01.11.1956, Síða 56
152 SKINFAXI Síarísíþróttamót Xorðurlamla Það eru liðin 10 ár síðan stofuað var samband ungmenna- félaga Norðurlanda. í þessu sambandi eru nú öll ungmenna- félög og starfsíþróttafélög Norðurlanda. Stjórn þess skipa: Erik Jonsson, Svíþjóð, form., Jens Marinus Jensen, Danmörku, varaform., Alvar Linberg, Sviþjóð, ritari, A. Taivaila, Finn- landi, Y. Wasama, Finnlandi og Lars Kárvald, Noregi. Árlega gengst þetta samband fyrir „æskulýðsvikunni“, sem allir ungmennafélagar kannast nú orðið við. Þá gengst það jafnframt fyrir starfsiþróttamótum, þar sem Norðurlöndin keppa sin á milli í ýmsum greinum starfsiþrótta. Hið siðasta þessara móta og jafnframt það fyrsta, sem ís- lendingar taka þátt í, var haldið í Linköbing í Svíþjóð dag- ana 27.—30. september s.l. Svíar sáu um undirbúning og framkvæmd þessa móts og stjórnuðu þvi. Fórst þeim það hvort tveggja prýðilega úr hendi. Allir keppendur og leiðbeinendur liöfðu ókeypis dvöl móts- dagana í Linköbing. Þarna var keppt i 6 greinum: Dráttarvélaplægingu, dráttar- vélaakstri, vélmjöltun, trjáplöntun, þríþraut kvenna og mat- argerð. Keppendur voru 61. íslendingarnir tólcu þátt i þrem grein- um: dráttarvélaakstri, þríþraut og matargerð. Ragnlieiður Jónasdóttir, Árholti, Mosfellssveit, tók þátt í matargerð. Verkefnið var sítrónubúðingur og síldarréttur. Keppendur áttu að matbúa þessa rétti úr því hráefni, sem þeir fengu. Ragnheiður var hin fimmta i röðinni, en af blaðadómum og áhorfendum, sem við keppnina voru, mátti glöggt sjá, að Ragnheiður var sú, er langmesta athygli vakti. Hin rólega framkoma hennar og öruggu handtök, sem voru þó svo ólík handtökum liinna, héldu athygli áliorfenda allan tímann. Steinunn Ingvarsdóltir frá Þrándarholti í Gnúpverjahreppi

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.