Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1956, Qupperneq 59

Skinfaxi - 01.11.1956, Qupperneq 59
SKINFAXI 155 Fréttir og félagsmál Fimmtugur ungmennafélagi. Guðmundur Ingi Kristjánsson, skáld og bóndi á Kirkjubóli i Bjarnardal í önundarfirði varð fimmtugur um það leyti, sem þetta hefti var að fara i prentun. Hann er fæddur á Kirkjubóli 15. janúar 1907. Guðmundur er ágætur ungmennafélagi, sem ungur skipaði sér þar i sveit, heill, traustur og sannur, eins og liann á kyn til. Hann hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörf- uin fyrir umf., verið i stjórn félags síns, Bifrastar, i stjórn hér- aðssambandsins og fulltrúi á þingum samtakanna. Þó er meira um vert, að líf hans og starf hefur frá því hann tók að liugsa verið vígt þeim anda, sem umf. tileinkuðu sér frá upphafi. Hefur félagseldurinn þar aldrei fölvskazt. Auk starfa sinna i þágu umf. hefur hann gegnt margvislegum trúnaðarstörfum öðrum fyrir sveit sína, byggðarlag og landshluta. Guðmundur er vitur maður og lærður vel, útskrifaður frá Laugum og Sam- vinnuskólanum, en þó mun sjálfsmenntun hans miklu meiri en skólanám. Jafnhliða búskap og félagsstörfum hefur hanu vcrið kennari i sveit sinni um árabil. Samt er það ótalið, sem halda mun nafni Guðmundar lengst á lofti. Hann er þjóð- kunnugt skáld, sem kvaddi sér hljóðs á nýstárlegan hátt. Hef- ur hann gefið út tvær ljóðabækur, Sólstafi, 1938, og Sólbráð, 1945. Mörg kvæða hans hafa birzt í Skinfaxa, en liann hefur jafnan verið ágætur vinur þessa rits. Skinfaxi árnar hollvini sinum allra licilla á þessum tíma- mótum i ævi hans og vonar, að með þeim haldist vinátta með andagift og kærleikum um langan aldur. Framkvæmdastjóri ráðinn hjá IJMFÍ. Ungur maður, Slefán M. Gunnarsson, liefur verið ráðinn framkvæmdastjóri UMFÍ. Tók hann við starfi á siðastliðnu hausti. Framkvæmdastjórans bíða margþætt og mikilvæg störf. Standa vissulega vonir til þess, að starfsemi samtakanna verði

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.