Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1956, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.11.1956, Blaðsíða 29
SKINFAXI 125 GarSahverfi bjuggu árið 1703 Guðmundur Ölafsson og Helga Einarsdóttir. Voru þau fædd um 1650. Þau áttu son, fæddan um 1690. Sá hét Einar Guðmunds- son. Þessi hjón eru fyrstu ættmenni Einars, sem sögur fara af. Þar sem hér er um almúgafólk að ræða, er vonlaust að rekja ættina lengra aftur, en engin ástæða er til að ætla annað en áar þeirra hjóna hafi v,erið fiskimenn við Hafnarfjörð um aldir, áður en nöfn þeirra eru skráð í varðveittar bækur, og jafn- vel allt frá landnámstíð. Er ekki ósennilegt, að marg- ur Einar í þessari ætt hafi ungur verið haldinn útþrá og ævintýralöngun ekki síður en sá, er liér er frá sagt. En þeir hafa orðið að láta sér lynda að sækja sjó úr heimavör. Fátækir alþýðumenn áttu ekki margra kosta völ fyrr á tíinum, tækifæri voru fá tii breytinga, möguleikar ekki miklir til að hleypa heim- draganum. Þvi voru menn leiguliðar og fiskimenn á sömu torfu ættlið eftir ættlið um aldaraðir. — Er Ein- ar Guðmundsson sjöundi maður í beinan karllegg frá Guðmundi þeim, er hjó í Nýjahæ i Garðahverfi árið 1703. Faðir Einars, Guðmundur Einarsson á Hól í Hafnarfirði, var af gömlu fiskimannakynslóðinni, s,em átti sinn litla bát fram á gamals aldur og reri til fiskjar út með landinu, þrátt fyrir öslandi togara og nýtízku veiðiaðferðir. Einar Guðmundsson kom til Ijmuiden i Hollandi 17. júlí 1914. Ijmuiden er hafnar- og fiskibær við Norðursjó. Þótt bærinn væri ekki ýkja stór, var þar samt æði margl nýstárlegt að sjá fyrir unga sjómann- inn íslenzka. Hann var að vísu uppalinn í fiskihæ, sem óx hröðum skrefum á þessum árum. Þegar hann var 11 ára, var fyrsta íslenzka togaraútgerðin sett á fót þar. Það var, þegar hotnvörpungurinn „Coot“ var gerður út frá frá Ilafnarfirði árið 1905. Á þessum ár- um lagði einnig mesti fjöldi erlendra fiskiskipa upp afla sinn á vertíðum í Hafnarfirði, kútterar, linu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.