Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1956, Qupperneq 22

Skinfaxi - 01.11.1956, Qupperneq 22
118 SKINFAXI því allan tímann, sem hann dvaldi í Reykjavík. Var hann ritari félagsins og lét mikið til sín taka um starfsemina. Hauslið 1916 fór Guðmundur vestur á ísafjörð og var þar nær samfellt til dauðadags. Hann gekk þegar í „Ungmennafélag lsfirðinga“ og varð brátt formaður þess. Ilinn 25. febrúar 1917 stofnaði hann svo Ung- mennafélagið Árvakur í því skyni að ná betur til unga fólksins. Var Guðmundur lengstum l'ormaður þess félags og lífið og sálin í framkvæmdum þess. Guð- mundur var sambandsritari U.M.F.I. árin 1924—’33. Stjórnarstörfin hvíldu mjög á hans herðum þau árin og einkum 1928—’29, er hann tók tímarit sambands- ins „Skinfaxa“ vestur til sín og annaðist um rilstjórn hans ásamt Birni Guðmundssyni á Núpi í Dýrafirði. Guðmundur starfaði mikið i Góðlemplarareglunni og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Einkum lét hann til sin taka innan unglingareglunnar. Hann starfaði og innan K.F.U.M. á ísafirði, var í safnaðarstjórn síð- ari árin og meðhjálpari í Isafjarðarkirkju. Var Guð- mundur trúmaður einlægur og liafði ávallt áhuga fyrir kristnum fræðum og kirkjumálum, enda mikill vinur og stuðningsmaður presta þeirra á Isafirði, ,er voru þar samtímis honum. Hér verða ekki rakin marg- háttuð félagsstörf Guðmundar. Þess verður þó að geta 'hér til viðbótar, að liann var einn af forgöngumönn- um byggðasafns ísfirðinga og lagði á sig mikið starf fyrir það merka mál og hugur lians til þess kom fram áþreifanlega, er hann arfleiddi byggðasafnið að húsi sínu „Sóltúnum" ásamt munum sínum ýmsum og mun sú gjöf og starf Guðmundar i þágu byggða- safnsins Lengi verða munað og þakkað. — Guðmund- ur var áhugamaður innan „Sögufélags lsfirðinga“ og i stjórn þess. Menningaráhugi Guðmundar og mannræktar mun lengi halda nafni lians á lofti, en hinir mörgu list-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.