Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 5
ekki til neins. Það risu að vísu tveir llýð'há-
skólar, þjóðlegur í Suður-Jótlandi (Röd-
ding) og félagslegur á Sjálandi (Hind-
holm). Hvorugur þeirra var í samræmi
við hugmyndir Grundtvigs, eins og þær
voru þá.
En svo kom 1864, missir Norður-Slés-
víkur, ósigur þjóðfrelsishreyfingarinnar,
sem eins og „sfcandinav.isminn“ var óraun-
sæ háskólaleg yfirséttarhreyfing.
Varð með þessu til ný Danmörk, alþýð-
unnar og hreyfinga hennar, og einkum
hins nýja lýðháskóla. Kjörorð hinnar nýju
Danmerkur var: „Það verður að vinnast
inn á við, sem út á við hefur tapast“ —
og endurheimt Slésvíkur. Þetta var tak-
markið.
Eftri 1864 var stofnaður hinn danski
(norski og sænski) sögulegi lýðháskóli.
Stofnendurnir voru Kristján Kold (sem
hafði sinn lýðháskóla í Dalum á Fjóni) og
Ludvig Schröder, sem stofnaði sinn lýðhá-
sikóla í Askov. Draumur Grundtvigs um
lýðhásikóla ríkisins í Sórey varð að engu
og hugmyndagrundvöllur hans einnig. En
þjóðlegar hugmyndir hans í ijóðum og rit-
um, ekfci sízt í „Goðafræði Norðurlanda"
höfðu örvandi áhrif á hina nýju 'lýðhá-
skóla og veittu þeim gróðurvænlegt and-
i'úmsloft.
Grundvöllurinn, bæði fyrir Kold og læri-
svein hans Ludvig Schröder, var, það sem
1 sögunni er nefnt „hinar guðlegu vakning-
ar“, alþýðan, sem reis upp gegn veldi
skynsemistrúarprestanna og hinni hroka-
fullu embættismannastétt, og greiddi 'hún
fyrir uppreisn sína með fangelsunum og
sektum. Þessar hreyfingar náðu til alls
huidsins, og að baki hinu trúarlega voru
emnig stjórnmálaleg og félagsleg öfl, er
Ludvig Schröder.
bentu fram á veginn til þess, er koma
skyldi, lýðræðisins.
Einn af leiðtogum þessarar hreyfingar
var Pétur Larsen Skræppenborg. Hann
varð síðar fyrir áhrifum af Grundtvig og
beindi stórum hiuta hinnar byltingar-
kenndu hreyfingar sinnar yfir til Grundt-
Vigs og kinkjuskoðunar hans og hinnar
breiðu þjóðlegu vakningar hans.
Kristján Kold, ósveigjanlega sjálfstæð-
ur og gæddur snilligáfu og mótaður af
Sören Kierkegaard og jafnoka hans að
gáfum, bróður hans P. Chr. Kierkegaard,
er höfuðmerkisberi þessarar „guðlegu
Si<1NFAXí
5