Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 30
ekki einasta í orðum og athöfnum, heldur líka í öllu dagfari. Þessu höfum við vanizt jafnt í kvikmyndum og leikritum. Aldrei heyrði ég Engel koma með neinar skýr- ingar á því hvers hann leitaði, og aldrei varð Hiesgen skapfátt þó sumum meðleik- urum hans ofbyði hvernig hann var látinn hamra á setningunum. En dag einn, þegar líða tók á æfingatímann, hafði Hiesgen tekið merkilegum breytingum. Rödd hans, áður hrjúf og loðin, var orðin fínleg og var- færnisleg. Á andlitinu lék ísmeygilegt und- irhyggjubros, höfuðið reist og limaburður- inn nærri því svífandi léttur. Engel vakti athygli á því, að hér væri á döfinni frumleg túlkun á SS-foringja. Og varla hefði það getað leynzt fyrir neinum að mýkt Hies- gens og ísmeygileiki raddar hans gerðu hrottaskap orðanna og athafnanna meira áberandi. Þetta er eitt dæmi af mörgum um það, hvernig díalektískri efnishyggju er beitt í þessu leikhúsi. 1 „Kleinem Organon", sem inniheldur leiklistarkenningar Brechts, skilgreinir hann díalektíska efnishyggju á eftirfarandi hátt: „Sú aðferð fjallar um ástand þjóðfélaga sem ferli (þ. e. röð af breytingum) til að komast eftir hreyfing- unni í þjóðfélaginu, og rekur þau í öllum þeirra mótsagnafullu myndum. Samkvæmt henni er allt til fyrir það eitt að það breyt- ist, er sem sagt sjálfu sér sundurþykkt. Þetta gildir líka um tilfinningar, skoðanir og viðhorf mannanna, en í þeim birtist eðli samlífs þeirra á hverjum tíma.“ Mutter Courage (aðalpersónan í sam- nefndu leikriti Brechts) er kraftmikil, ó- bugandi og samúðarfull, en hún er líka fé- gírug, slóttug og óprúttin. Hún þjarkar um verðið sem henni er gert að greiða fyrir líf sonar hennar, Schweizerkas; lífið lætur hann vegna heiðarleika sínis, og hafði hún ekki einmitt brýnt fyrir honum að sýna heiðarleika? Þannig myndi hann geta lifað af styrjöldina. Þegar hún borgar bænda- hjónunum fyrir greftrun dóttur sinnar, Kattrinar, stingur hún aftur oní pyngjuna einum peningnum, sem hún var komin með í lófann. Díalektíkin í verkum Brechts og svið- setningum Berliner Ensembles er jafn vandmeðfarin og hún er heillandi, og fram hjá henni verður ekki gengið þegar um þau er rætt frekar en t. d. forlagahyggjunni í íslendingasögum. Brecht talar um glettni mótsagnanna ekki ósvipað því sem við höfum talað um glettni örlaganna. Fyrir Brecht var sem sagt ástand þjóð- félaga keðja af breytingum, og hann vildi rekja þessar breytingar í öllum þeirra mót- sagnafullu myndum. En þessar breytingar þurfa að vera þannig settar fram á leik- sviðinu að áhorfendur geti höndlað þær, þær þurfa áð vera áþreifanlegar, konkret. Þetta orð, konkret, var einmitt eitt af eftir- lætisorðum Brechts. Yfir dyrunum í húsi því í Danmörku, þar sem hann dvaldist fyrsta útlegðarárið, var skrifað: „Die Wahrheit ist konkret“: Sannleikurinn er áþreifanlegur. I bók sinni „Leiklist í sköpun“ kemst lærisveinn hans, Manfred Wekwerth, þannig að orði: „Mikið fram- boð leikaranna á flugi, ástríðum, tempera- menti, tilþrifum verður yfirleitt fært undir tilhneigingu þeirra til að villa á sér heim- ildir: hækjur til að styðjast við vegna skorts á Konkretheit (skýrleika).“ Að gera eitthvað konkret á leiksviði (tilfinningar, skoðanir, viðhorf; eða þjóðfélagaðstæður) 30 SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.