Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 6
vakningar", er náði yfir gjörvallt landið.
Þessi maður olli mestu um stofnun
fyrstu dönsku lýðháskólanna: Askov
Schröders, Testrup Nörregaards og Valde-
kilde Ernst Triers. Þeir höfðu allir verið
í Dalum, áður en þeir tóku til starfa, hver
á sínum stað.
Hér er að finna skýringu þess, að Schrö-
der, er hann flutti til Askov, leitaði sam-
bands við hina „guðlegu vakningu" hér-
aðsins og að Pétur Larsen Skræppenborg
ásamt með baráttumanni Suður-Jótlands-
hreyfingarinnar Chr. Flor, talaði við
vígslu Askovlýðháskóla 1865. Þar með
voru tvær meginlínur dregnar: Til suðurs
til landsins missta og vonarinnar um end-
urheimt þess og út til þess hluta þjóðar-
innar, sem hafði verið „vakinn“ fyrir
áhrif „hinna guðlegu hreyfinga".
Er fram liðu stundir varð Askov móður-
og fyrirmyndarskólinn danskra lýðhá-
skóla, en einnig hinna norsku og finnsku
og stöku sænskra.
Kjörorðið varð þannig: Vakning og
fræðsla. Vakning til vitundar um köllun
mannsins á grundvelli Grundtvigs (og
Kierkegaards): Tilraun Guðs með efni og
anda. Fræðsla um það samfélag, sem bíður
æskulýðsins, þjálfun margvíslegrar hæfni
og þekkingaröflun.
Þannig er hinn sögulegi danski lýðhá-
skóli til orðinn á hinu þýðingarmikla tíma-
bili hans milli 1864 og sameiningar Suður-
Jótlands árið 1920.
Hið sama vakti fyrir stofnendum norsku
lýðháskólanna, Anker og Arvesen („Saga-
tun“) og einkum Christofer Bruun („Von-
heim“). Þeir voru allir nánir vinir Ludvigs
Schröders.
Og nú komum við að því, sem ágrein-
ingur gæti orðið um, en hefur meginþýð-
ingu um réttan skilning á hinum norræna
lýðháskóla: Sambandið miilli hins „mann-
lega“ og hins kristilega. Á háskólinn að
vera kirkjuskóli? Því neitaði Grundtvig
ákveðið. Kristin boðun er hlutverk kirkju
og safnaðar, en ekki lýðháskólans. Hann
er skóli fyrir alla án tillits til trúar, hæfi-
leika, uppiags og annarra forsenda, al-
menningsskóli.
Hið kristilega, ef svo má orða það, er
fólgið í sérstakri skoðun á manninum og
að menn öðlist hana og lifi samkvæmt
henni. Þetta er hlutverk boðunarinnar.
Nemandinn verður sjálfur að velja og
hafna. Ef til vilil finnur nemandinn ekki
þörf hjá sér fyrir þessa manneðilisskoðun,
og er hann jafn góður nemandi fyrir því,
mestu varðar hið frjálsa val. Frjálslyndi
verður að vera lífsloft lýðháskólans, ef
hann vill bera lýðháskólanafnið í sögu-
legri og norrænni merkingu þess.
Hér er um að ræða hina grundtvigsku
undirstöðu hins sögulega lýðháskóla, er
þeir stofnuðu Chr. Kold og Ludvig Schrö-
der. I hinum danska grundtvigska sáílmi
segir: „Til himnaríkis verður enginn
þvingaður, kirkjuklukkur kalla menn
þangað.“ Fagnaðarerindið er frjálst til-
boð og menn verða að geta tekið því af
frjálsum vilja. Það á sér stað innan kirkj-
unnar.
Viðfangsefnið er að sjálfsögðu erfitt og
veltur mest á forstöðumanninum, að hann
sé auðmjúkur, frj álslyndur, skilningsrík-
ur, hvað sem hans einkajátningu líður.
Hinn kunni danski grundtvigski prestur
Vald. Brucker sagði, að lýðháskólinn hefði
að gegna hlutverki Jóhannesar skírara.
Með boðun sinni — ekki prédikun krist-
6
SKINFAXI