Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 24
fyrir félagsslitum og fjárreiðum félagsins. 4. gr. Sérhver ung’mennafélagi hefur málfrelsi og tillögurétt, hvar sem er á samkomum ungmennafélaga, en enginn má vera reglu- legur félagi, nema eins sambandsfélags. Allir ungmennafélagar skuiu þúast. 5. gr. Sambandsþing UMFl skal háð í júní— júlímánuði annað eða þriðja hvert ár í Þrastaskógi. Þó hefur sambandsstjórn vald til að velja annan þingstað, ef henni þykir ástæða til. Héraðssambönd kjósa fulltrúa til sambandsþings, einn fyrir hvert stórt hundrað reglulegra félagsmanna og afgang, nái hann helmingi. Einstök félög, sem eru í UMFÍ án milligöngu héraðssambands, kjósa fulltrúa eftir sömu reglu. Réttur er alltaf til eins fulltrúa, þótt félagatal nái ekki stóru hundraði. Afl atkvæða ræður úrslitum mála á sam- bandsþingi, nema um lagasetningu eða lagabreytingar sé að ræða. Til þeirra þarf % greiddra atkvæða. Sambandsþing er lög- mætt, ef mættur er fullur helmingur rétt kjörinna fulltrúa. Sambandsþing úrskurðar reikninga sam- bandsins og setur fjárlög. Það ræðir og ályktar um framkvæmdamál og önnur við- fangsefni sambandsins, og dæmir mál þau, sem skotið er til þess, frá sambandsstjórn eða héraðasamböndum. Það kýs sambands- stjórn, varastjóm og endurskoðendur. 6. gr. Sambandsstjórn er skipuð fimm mönn- um, sambandsstjóra, ritara, gjaldkera, varasambandsstjóra og meðstjórnanda. Kosning stjórnar skal vera skrifleg ef ósk- að er. Sambandsstjóri er kosinn sér, en aðrir stjórnarnefndarmenn í einu lagi. Varastjórn skipa þrír menn, skal hún kos- in í einu lagi. Atkvæðafjöldi ræður röð varamanna og skal dregið um röð þeirra, séu atkvæði jöfn. Endurskoðendur skulu vera tveir og tveir til vara. Heimilt er að bera fram til- lögur um menn í stjórn, en kosning er eigi að síður óbundin. Stjórnin stýrir málefnum sambandsins milli þinga, eftir því sem lög og þingsamþykktir mæla fyrir í samráði við sambandsráð, sem skipað er formönn- um héraðssambandanna og skal ráðið kall- að saman svo oft sem þurfa þykir. Heimilt er sambandsstj órn að ráða fram- kvæmdastjóra, sem vinnur þá eftir nánari ákvörðun hennar. Sambandsstjórn úrskurðar um ágrein- ingsmál þau, sem skotið er til álits hennar, en áfrýja má þó úrskurði hennar og sam- bandsráðs, til endanlegs úrskurðar sam- bandsþings. Hún heimtir inn tekjur sam- bandsins, varðveitir sjóð þess og ver hon- um í samræmi við fjárlög. öll ber sam- bandsstjórn sameiginlega ábyrgð á sjóðn- um, en skylt er gajldkera að setja með- stjórnendum sínum tryggingu fyrir hon- um, ef þeir krefjast þess. Reikningar sam- bandsins skulu gerðir vera um hver ára- mót, endurskoðaðir þegar og birtir í Skin- faxa. Sambandsstjórn skal og birta árlega skýrslu um gerðir, hag og horfur sam- bandsins. Ef mál rís á hendur sambandsstjórn, skal þriggja manna nefnd dæma það. Sam- bandsþing kýs tvo manna þeirra, en sam- bandsstjórn nefnir einn. 24 SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.