Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 45
Ef skipta verður þátttakendum í 1500 m
hlaupi í riðla með allt að 15 manns í riðli,
færast 7 þeir fyrstu í næsta hlaup á eftir.
Notaðar verða viðbragðsstoðir, en ekki
leyft að grafa holur á viðbragðsstað. Sex
fyrstu menn hlj óta stig sem hér segir: 1.
sex stig, 2. 5 stig, 3. 4 stig, 4, 3 stig, 5. 2
stig og 6. 1 stig. Sami stigafjöldi gildir
í boðhlaupum.
Verði einstaklingar eða sveitir jafnar,
skiptast stig að jöfnu milli þeirra, en auka-
keppni fer fram um verðlaun. Fyrstu 6
menn hljóta verðlaun eða viðurkenningar-
skjal. Verðlaun verða þá veitt sem hér
segir:
1. Því héraðssambandi, sem flest stig hlýt-
ur í samanlögðum frjálsíþróttagreinum.
2. Stigahæstu konu í frjálsum íþróttum.
3. Stigahæsta karli í frjálsum íþróttum.
4. Fyrir bezta afrek konu í frjálsumíþrótt-
um skv. stigatöflu.
5. Fyrir bezta afrek karls í frjálsum í-
þróttum skv. stigatöflu.
Stökkhæðir í hástökki og stangarstökki
verða sem hér segir:
1. Hástökk kvenna: 110 cm, 120 cm, 125
cm, 130 cm, 135 cm, 137 cm og svo
hækkað um 2 cm úr því.
2. Hástökk karla: 150 cm, 160 cm, 165 cm,
170 cm, 175 cm, 177 cm og svo um 2 cm
úr því.
3. Stangarstö'kk: 2,80 m, 2,90 m, 3,0 m,
3,10 m, 3,20 m og svo hækkað um 5 cm
úr því.
B. Sund:
Sömu reglur gilda um sundkeppnina og
frjálsar íþróttir. Hver þátttakandi hefur
rétt til keppni í þrem sundgreinum og boð-
sundi. Fimm sérverðlaun verða veitt í
sundi sem í frjálsum íþróttum. Sundfólk
skal bera númer á æfingabúningi (skjól-
búningi) sínum. Keppt verður í 25 metra
laug ca. +22°C.
C. Glíma:
Sömu reglur gilda um glímukeppnina og
frjálsíþróttakeppnina, hvað fjölda þátttak-
enda og stigareikningi viðvíkur. Stiga-
hæsti glímumaðurinn hlýtur sérverðlaun
og einnig stighæsta héraðssambandið.
D. Knattleikir:
1 knattspyrnu og handknattleik skal fara
fram undankeppni fyrir landsmótið sum-
arið 1964. Skulu tilkynningar hafa borizt
um þáttöku til skrifstofu UMFl fyrir 1.
maí 1964.
Tilkynni ekki nema tvö héraðssambönd
þátttöku í annarri hvorri þessara greina
fellur keppni niður. Undirbúningsnefnd og
stjórn UMFÍ felur trúnaðarmönnum nið-
urröðun leikja. f útsláttarkeppninni skal
telja tvö -stig fyrir unninn leik, eitt fyrir
jafntefli og 0 fyrir tapaðan leik. Verði lið
jöfn að stigum, ákveðst röð til landsmóts-
stiga samkvæmt fjölda fenginn og skor-
aðra marka í undankeppni (fyrri og síð-
ari). Þau 6 lið, sem eru eftir að lokinni
fyrstu umferð skulu hljóta 5 landsmóts-
stig. Það lið, sem er nr. 1 í úrslitakeppni,
fær 9 stig auk 5 stiga ú r undankeppni, nr.
2 fær 6stig auk 5 úr undankeppninni og nr.
3 fær 2 stig auk 5 úr undankeppni. Það lið,
sem sigrar, hlýtur sérverðlaun. Leikmenn
í úrslitum hljóta viðurkenningarskjöl.
E. Handknattleikur.
Sömu reglur gilda sem um knattspyrnu.
Körfuknattleikur karla verður tekinn á
mótsskrá landsmótsins sem sýningargrein.
SKINFAXI
45