Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 28
liafði verið málað rauðspræklótt, og Wek- werth þótti það afskræmislega ljótt. Það sást ekki nema á þeirri einu æfingu; í stað- inn var komið með ljóst tágaborð. Það skýrðist betur síðar hvers vegna liturinn á borðinu gerði Wekwerth svona gramt í geði. Einn daginn var margvíslega rauðum dulum nælt á fortjaldið í æfingahléinu, og Helene Weigel tók þátt í því ásamt öðrum að velja lit á rauða fánann. Þá barst í tai að ieiikstjórarnir höfðu þegar í byrjun ákveðið að litur fánans skyldi vera eini rauði liturinn í leikritinu. Helene Weigel, sem var viðstödd flestar æfingar á „Dögum Kommúnunnar“, skaut oft inní uppörvandi athugasemdum. „Er nauðsynlegt að hafa borðbúnað?" gall við í henni, þegar þjónninn, sem ber hænuna fyrir holduga herramanninn í fyrstu mynd, missti hnífapörin á gólfið. ... Á næstu æfingu át Mme Cabet, sem hreppir máls- verð holduga herramannsins, hænulærið með berum fingrunum, á meðan skothríðin magnast útí borginni. Æft var fjórar stundir á dag, frá 10 til 2. Á hverjum degi voru teknir fyrir ákveðnir kaflar úr leikritinu, einn eða fleiri, hvert smáatriði þeirra endurtekið og vandlega skoðað; leikararnir voru látnir klifa á setningunum ef þurfa þótti og gera sömu hreyfinguna aftur og aftur. Hvorki Wekwerth né Engel, sem tók til við að æfa „Schweyk í annarri heimsstyrjöldinni“ eftir frumsýningu á „Dögum Kommúnunn- ar“, höfðu textabók fyrir framan sig, hvað þá að þeir færu eftir ýtarlegri áætlun með útmældum hreyfingum og fyrirfram ákveðnum geðshræringum leikaranna! Vissulega þekktu þeir leikritið eins og fing- urna á sér, og höfðu gert sér um það ákveðna hugmynd, en þá hugmynd létu þeir vera glompótta af ásettu ráði. Hér er það reynslan, sem sker úr um gildi hug- myndanna. Því sem ekki stenzt próf henn- ar er burt kastað. Þess vegna er litlum tíma eytt í umræður eða langar útskýring- ar, heldur gengið beint til verks. „Af um það bil 350 klukkustundum (á fjórða mánuð), sem fóru í að æfa „Den Hof- meister“,“ segir Wekwerth í bók sinni „Leiklist í sköpum", „tóku umræður á æfingum samanlagt 45 mínútur." Til að geta glöggvað sig betur á sviðs- myndinni, sem er unnin alveg sérstaklega og krefst jafnt hæfileika málara og mynd- höggvara, eru æfingarnar ljósmyndaðar öðru hverju. Á nokkrum síðustu æfingum á „Dögum Kommúnunnar" voru þrjár til fjórar ljósmyndavélar í gangi án afláts. Kollektífið skoðar myndirnar á fundum sínum milli æfinga. Ef miklar breytingar eru gerðar eru leikararnir gjarna látnir vita um þær bréflega. Þar að auki hafði einn aðstoðarleikstjóranna, að minnsta kosti hjá Engel, þann starfa með höndum að skrá einstaka þætti sviðsetningarinnar í sérstaka bók. Fyrir kom að hann greip fram í fyrir gamla manninum og benti hon- um á hvernig þetta eða hitt hefði farið fram á síðustu æfingu. Það sem var ákveð- ið á síðustu æfingu þarf nefnilega ekki að vera hin endanlega lausn. Alveg fram á frumsýningu er rúm fyrir það sem betur má fara, og meira að segja er hugsanlegt að breytingar séu gerðar eftir frumsýn- ingu, því leikrit Berliner Ensembles eru æfð svo iengi sem þau eru sýnd. Á hverri leiksýningu er leikstjóri viðstaddur og hann ritar hjá sér misfellurnar. Þann tíma 28 SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.