Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 36
takast að fela þebkingu sína. Fulltrúi auð- valdsins í persónu geðveikralæknisins, sem raunar virðist ekki vera of geðheiil, kemst að leyndarmálum snillingsins og hyggst hagnýta þau sér til auðsældar. Segj a má því, að það, sem einu sinni hefur verið hugsað, verði ekki aftur tekið. Gísli Halldórsson túlkaði af venjuiegri snilld sinni hinn mikla 'hugsuð, sem fómar allri Jífshamingju sinni til þess að leitast við að bjarga mannkyninu frá tortímingu vegna uppgötvana hans sjálfs. Regína Þórðardóttir lék geðveikralækninn, óhiugn- anlegustu persónu leiksins og vafalaust þá minnisstæðustu. Óhugnanlegri persónu er örðugt að hugsa sér í læknabúningi en Regínu og er ekki lítið átak að túlka svo hið neikvæðasta í manneðlinu, að manni finnist það standa augliti til auglitis við sig. Þjóðleikhúsið hóf leikárið á heldur létt- vægum gamanleik, „Hún frænka mín“ eftir Patrick Dennis. Þá kom ástralska leikritið „Sautjánda brúðan“, er sýndi einn mikilvægan þátt hinnar eilífu lífslygi. Fólkið, sem ekki vill viðurkenna að það getur ekki alltaf verið ungt, en neitar að taka afleiðingunum af þeim staðreyindum, sem hækkandi aldri fylgja. Róbert Amfinnsson vann þar enn einn mikinn leiksigur í hlutverki Barney, ann- ars verður leikritið þegar stundir líða sennilega minnisstæðast vegna þess, að áströlsk stúlka, er stundaði íslenzkunám við háskóla Islands, skoraði Gunnar Dal á hólm og vildi berjast vi'ð hann á málþingi í einhverju samkomuhúsi borgarinnar. Gunnar mæltist undan þessari hólmgöngu, enda ójafn leikur, þar sem ungfrúin var þaullesin í áströlskum bókmenntum, en Gumnari þær að vonum lítt kunnar. Jólasýning Þjóðleikhússins var Pétur Gautur, sem einn traustasti leikstjóri Norðmanna, frú Gerda Ring, setti á svið. Var það mikill leiklistarviðburður og ánægjulegt að sjá hversu vel tókst. Gunn- ar Eyjólfsson lék Pétur Gaut með miklum ágætum og hlaut Silfurlampann að laun- um, ikom þar þó einnig til álita leikur hans í Andorra, enda vandséð í hvoru leikritinu meðferð hans var betri. Það er enginn hægðarleikur að glíma við þursamennskuna bæði í sjálfum sér og öðrum. Ibsen gerir þursamennskunni ógleyman- leg skil er hann lætur Dofrann segja: „En meðal vor, þar sem myrkt er öll dægur er máltækið: þursi, ver sjálfum þér nægur.“ örðugt mun vera að lýsa þröngsýni van- þekkingarinnar öllu betur en benda á að þar sem hún ríkir er myrkt öll dægur og máltækið „þursi, ver sjálfum þér nægur“. Þursaliðið er enn á ferli í öllum löndum, að- eins mismunandi fjölmennt og valdamikið, en það snýr bökum saman og berst fyrir tilveru sinni. Við áhrif þursamennskunnar á orð og gerðir vilja þó fæstir kannast fremur en Pétur Gautur að leikslokum. Arndísi Björnsdóttur, sem lék Ásu, skorti nokkuð á til að túlka þann skaphita, sem Ibsen ætlaði henni, hins vegar var dauðastundin hjá Arndísi sérstaMega hugnæm. Jón Sigurbjöamsson var myndugur Dofri með djúpa og mikla rödd, en hefði 36 SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.