Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 25
7. gr.
Hvert félag innan UMFl greiðir árgjald
í sambandsstjóð af hverjum reglulegum
félagsmanni fullra 16 ára og eldri sam-
kvæmt ákvörðun sambandsþings. En reglu-
legir félagsmenn teljast þeir, er heimilis-
festu eiga á félagssvæðinu og aðrir, er
greiða félagi árgjöld.
Héraðsstjórnin innheimtir árgjöldin og
stendur skil á þeim til sambandsstjórnar
fyrir aprílmánaðarlok ár hvert. Sambands-
félögin semja skýrslu um störf sín og hag
við hver áramót og senda skýrsluna í tveim
eintökum til héraðsstjórna fyrir febrúar-
mánaðarlok, er sendir annað eintakið,
ásamt árgjöldum til sambandsstjórnar.
Skylt er héraðssamböndum að semja
skýrslur á sama hátt. UMFl leggur til
skýrslueyðublöð.
8. gr.
UMFÍ gefur út tímaritið Skinfaxa. Út-
gáfu þess er hagað eftir reglum, sem sam-
bandsþing setur. Gjalddagi Skinfaxa er 1.
september ár hvert.
9. gr.
I UMFl má vera deild fyrir aukafélaga.
Innkvæmt eiga í deild þá gamlir ungmenna-
félagar, er tryggð halda við félagsskapinn
og þeir menn aðrir, er áhuga hafa á mál-
efnum sambandsins og vilja vera tegndir
því, en ástæður banna að vera starfandi
félagar einhverra deilda þess. Aaukafélag-
ar þessir greiða kr. 50,00 árlega í sam-
bandssjóð eða kr. 500,00 í eitt skipti fyrir
öll. Frjálst er mönnum að greiða hærra
gjald, og eru þá styrktarfélagar. Félagar
samkvæmt grein þessari eru bundnir
ákvæðum 2. gr. og hafa réttindi og skyldur
samkvæmt 4. gr. Þeir fá Skinfaxa ókeypis.
Rétt er þó, að þeir vinni fyrir sambandið
þau störf ein, er þeir kjósa sjálfir.
Sambandsþingið getur kjörið heiðursfé-
laga UMFl þá menn, er unnið hafa ung-
mennafélagsskapnum óvenju mikið gagn,
eða þingið vill veita sérstaka sæmd fyrir
ágæt störf í anda UMFÍ. Heiðursfélagar
'hafa öll réttindi ungmennafélaga, en eru
sjálfráðir um skyldur.
10. gr.
Sambandslög þessi öðlast þegar gildi.
Eru þar með eldri sambandslög og þingsá-
lyktanir úr gildi numin.
(Lög þessi voru samþykkt á 23. sam-
bandsþingi UMFl.)
SKINFAXI
25