Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 34
Rætt var um næsta landsmót, Skinfaxa,
Þrastaskóg o. fl.
Dagana 24. og 25. ágúst s.l. heimsótti
framkvæmdastjóri umf. Grundfirðing á
Snæfellsnesi að beiðni Árna Emilssonar.
Verið er nú að blása nýju lífi í félagið, en
það 'hefur starfað lítið um skeið. Fundur
var haldinn á sunnudag og ríkti þar mikill
áhugi.
23. sambandsþing UMFl.
Þingið var haldið í Reykjavík dagana
7. og 8. september s.l. Frásögn af þing-
inu og samþykktir þess eru birtar í þessu
hefti. Skýrsia sambandsstjórnar, sem lögð
var fyrir þingið, er einnig birt í þessu hefti
og kemur hún í stað hins venjulega árs-
bréfs sambandsstjórnar að þessu sinni.
Sambandsstjóri var í fréttaauka í út-
varpinu eftir sambandsþingið. Einnig flutti
hann útvarpserindi um æskulýðsmál 26.
sept. s.l. Munið að lesa samþykktir síðasta
sambandsþings.
Skinfaxi.
Munið að greiða nú þegar skuld við
Skinfaxa, sem failin er í gjalddaga. Látið
skrifstofuna vita, ef ritið kemur ekki til
skila.Sjá samþykkt um Skinfaxa frá síð-
asta sambandsþingi í þessu hefti.
Skýrslur.
Að þessu sinni verða skýrslueyðublöð
send beint til héraðsstjóranna fyrir árið
1963, en þau ber að útfylla af félagsstjórn-
um fyrir febrúariok 1964. Snúið ykkur því
að þessu sinni til héraðsstjóranna, ef eyðu-
blöð vantar.
Auglýsendum þakkað.
Ungmennafélagar, munið þá, sem aug-
Leiklistarspjall
Síðastliðið ileikár var eitt hið giæsileg-
asta í íslenzkri leikiistarsögu. Af bar sýn-
ing Þj óðleikhússins á Andorra, en sýningin
á Pétri Gaut var einnig hin glæsilegasta
og öllum, sem að henni stóðu, til mikils
sóma. Þá var og athyglisverð sýning í
Þjóðieikhúsinu á leikriti Francois Billet-
doux: Á undanhaldi.
Leikfélag Reykjavíkur sýndi nýtt ís-
•lenzkt leikrit eftir Jökul Jakobsson, Asta-
hringinn eftir Arthur Schnitzer og Eðlis-
lýsa í Skinfaxa. Útvegið auglýsingar í
Skinfaxa á ykkar félagssvæði.
Norræna æskulýðsvikan.
Norræna æskuiýðsvikan verður haldin í
Noregi næsta sumar. Ekki er enn vitað
hvar eða hvenær. Ungmennafélag íslands
mun stofna til hópferðar á vikuna. Þeir
ungmennaféiagai’, sem óska að taka þátt í
slíkri hópferð, ættu að láta skrifstofu
UMFl eða viðkomandi héraðsstjóra vita
ekki síðar en í febúarlok næstkomandi.
Flugfargjöld til Noregs eru nú kr. 3994,00
aðra leiðina, en kr. 7589,00 fram og til
baka.
10% afslátt mun hægt að fá fyrir tíu
manna hóp o. fl.
Nýtt ungmennafélag.
Ungmennafélag Grindavíkur hefur ný-
lega gengið í UMFl. Stjórn þess skipa:
Jón Leósson, formaður.
Bragi Guðráðsson, ritari.
Jakob Eyfjörð Jónsson, féhirðir.
Sk. Þ.
34
SKINFAXI