Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 41
Góður félagsskapur er mannbœtandi
Ámi J. Hafstað er fæddur að Hafsteinsstöðum í
Skagafirði 23. maí 1883. Hann stundaði búfræðinám
í tvo vetur að Hólum í Hjaltadal og fór síðan til
framhaldsnáms til Noregs og Danmerkur. Hann
reisti síðan bú að Vík í Skagafirði og hefur búið
þar síðan. Hann hafði unglingaskóla á heimili sínu
í nokkur ár og sýnir það glögglega framtak hans
cg lífsskoðun. Hann er heiðursfélagi í ungmenna-
féiaginu Tindastóli, Sauðárkróki.
Árni er góður fulltrúi aldamótamannanna, svip-
h'-einn og svipmikill, virðulegur í fasi og viðmóti.
Vorið í brjóstinu hefur ekki enn vikið fyrir kerl-
ingu Elli. Andann hefur ekki kalið í hretviðrum
langrar ævi þótt líkamleg sjón daprist. Eldurinn
logar enn undir gráum hærum. Hinn aldni vor-
maður rifjar hér upp minningar og tjáir hug sinn
ti! ungmennafélaganna samkvæmt beiðni.
Sk. >.
Fyrsta æskulýðsfélag, sem stofnað var
hér í Skagafirði, mun hafa verið hér í
hreppnum og hlaut það síðar nafnið Ung-
mennafélagið Æskan.
1 þessu félagi voru til að byrja með ein-
ungis ungir piltar. Við Friðrik Klemens-
son (síðar póstmeistari í Hafnarfirði)
höfðum verið saman á Hólum í Hjaltadal,
og árið 1905 var hann vetrarmaður hjá
föður mínum á Hafsteinsstöðum og þá var
það, að við hittumst þessir þrír: Jón Sig-
urðsson, síðar alþm. frá Reynistað, Friðrik
og ég, og komum við okkur saman um að
stofna félag fyrir ungmenni, sem við
nefndum Æskan.
Fékk þetta allgóðar undirtektir, stofn-
fundur var haldinn og í félagið gengu milli
10 og 20 piltar. Nefnd var kosin til að
semja lög fyrir félagið. Ein grein þess lýs-
ir tilgangi félagsins og er hún eitthvað á
þessa leið: Að vekja áhuga meðlima sinna
á nauðsyn líkamlegs og andlegs þroska og
glæða áhuga þeirra á góðum bókmenntum.
1 annarri grein félagsins segir meðal
annars, að fundir skulu haldnir tvisvar í
mánuði til líkamsæfinga. Voru hafðar í
huga aðallega einfaldar líkamsæfingar,
glíma, hlaup, stökk, skíðaæfingar og
skauta o. fl. eftir því, sem á stóð og að
loknum þessum æfingum skyldu vera
stuttir málfundir.
Þessir svonefndu málfundir voru þann-
ig, að við skemmtum okkur við upplestur,
kvæðaflutning eða samræður.
Þá var tekið fram í þessum félagsregl-
um, að leiðbeina ætti um almennar fundar-
reglur og stuðla að því, að meðlimir félags-
ins fengju leiðbeiningar um að láta hug
sinn í ljós í ræðuformi.
1 reyndinni varð svo þessi félagsskapur,
Æskan, fyrst og fremst málfundafélag, þó
á flestum fundum væru iðkaðar íþróttir.
Var fljótlega sá háttur hafður á, að í lok
hvers fundar voru kosnir 3 félagar til þess
að hafa framsögu og iiefja umræðu á mál-
efni á næsta fundi, sem svo var rætt um.
Félagsgjald var kr. 0,50 á hvern félaga
og voru allir skyldugir að taka þátt í um-
ræðum og taka kosningu í nefndir.
Fundir voru fyrst í stað til skiptis heima
á bæjum, þar sem rýmri voru húsakynni.
Eitthvað færði félagið út kvíarnar á þess-
um fyrstu árum, því ég minnist þess, að í
fjáröflunarskyni leigðum við land til hey-
skapar og unnu félagar nokkra daga á
sumrinu við heyskap og var heyið selt,
áttu hreppsbúar þar jafnan forkaupsrétt.
Var þetta nokkurs konar forðabúr þegar
hart var í ári.
SKINFAXl
41