Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 20
Saga UMFÍ. Ritstjóri að sögu UMFI er nú byrjaður á verkinu. Nokkur félög hafa sent ritstjóranum eða skrifstofu UMFÍ ágrip af sögu sinni, en mörg hafa enn ekki s';mt þeirri ósk og er þess nú að vænta, að þau geri það hið fyrsta. Héraðsstjórar sambandanna eru beðnir að fylgjast með því. Eins og áður hefur verið sagt frá, er gert ráð fyrir, að ritið verði um 15 arkir að stærð. Ritstjóri sögunnar er Andrés Kristjánsson ritstjóri. Ritnefnd skipa: Séra Eiríkur J. Eiríksson, Guðjón Jónsson og Skúli Þorsteinsson. Sambandsráðsfundur. Sambandsráðsfundur UMFÍ 1962 var haldinn i Reykjavík 16. september. Aðalverkefni fundarins voru: Breytingar á lögum UMFI, næsta sambands- þing og næsta landsmót. Fréttir frá fundinum voru birtar í Skinfaxa og blöðum og útvarpi. Mínningarsjóður Aðalsteins Sigmundssonar. Sjóðurinn er nú kr. 59.060,33. Ekki hefur enn verið veittur styrkur ú sjóðnum. Stjórn sjóðsins skipa: Ingimar Jóhannesson, fulltrúi; Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri og Daníel Agústínusson, kennari. Sjóðurinn er ávaxtaður í Söfnunarsjóði íslands. Nefndir, sem ekki er áður getið: Daníel Agústínusson á sæti í Iþróttanefnd ríkisins og Skúli Þorsteinsson til vara. Skúli Þorsteinsson á sæti í nefnd til að endurskoða lagafyrirmæli um Iþróttakennaraskóla Islands og semja drög að nýjum lögum og reglugerð fyrir skólann. A síðasta sam- bandsráðsfundi var kosin þriggj-a manna nefnd til þess að gera tillögur um breytingar á lögum UMFÍ fyrir sambandsþing 1963: Hafsteinn Þorvaldsson, Guðjón Jónsson, Stefán Ól. Jónsson. Fjármál Skattur til UMFÍ var kr. 5,00 af hverjum reglu- legum félagsmanni fullra 16 ára. Sambandið nýtur styrks frá hinu opinbera, en hann hækkaði verulega síðastliðið ár og ber að þakka það viðkomandi að- i’um sérstaklega. Skattar og skýrslur berast ekki eins skilvíslega og æskilegt væri frá sumum héraðs- samböndunum. Sjá nánar um fjármál í reikningum sambandsins. 12. landsmót og 24. sambandsþing UMFÍ. 12. landsmót og 24. sambandsþing Ungmennafé- li'gs Islands verður haldið að Laugarvatni um mán- aðamótin júní og júlí 1965. Héraðssambandið Skarp- héðinn sér um undirbúning mótsins og framkvæmd þess í samráði við stjórn UMFI. Samningur hefur verið gerður þar að lútandi. Landsmótsnefnd skipa: Stefán Jasonarson, for- maður; Hermann Sigurjónsson, Hermann Guð- mundsson, Björn Sigurðsson og Armann Pétursson fré UMFÍ. Héraðssambönd, félög og félagsmannatal. Félög Sks. ósks. Alls 1. Ungm.samb. Kjalarnesþings 5 402 286 688 2. Ungm.samb. Borgarfjarðar 13 570 138 708 3. Héraðssamb. Snæf. og Hnapp. 11 345 185 530 4 Ungmennasamb. Dalamanna 8 234 63 297 5. Ungm.samb. N.-Breiðfirðinga 3 81 0 81 6. Héraðssamb. V.-Isafj .sýslu 8 279 120 399 7 Héraðssamb. Strandamanna 7 265 69 334 8. Ungm.samb. V.-Húnav.sýslu 7 307 0 307 9. Ungm.samb. A.-Húnav.sýslu 10 346 53 399 10. Ungmennasamb. Skagafjarðar 13 470 149 619 11. Ungmennasmb. Eyjafjarðar 14 675 190 865 12. Héraðssamb. S.-Þingeyinga 11 682 182 864 13 Ungm.samb. N.-Þingeyinga 6 295 8 303 14. Ungm. og íþr.samb. A.lands 20 968 299 1267 15. Ungmennasamb. Úlfljótur 5 272 33 305 16. Ungm.samb. V.-Skaftafellss. 2 79 9 88 17. Héraðssamb. Skarphéðinn 24 1676 367 2043 Samtals : 167 7946 2151 10097 Ungmennafélög utan héraðssambanda: Ungmennafélag Keflavíkur 132 178 310 Ungmennafélag Öræfa 74 20 94 Ungmennafél. Skipaskagi 25 0 25 Ungmennafélag Njarðvíkur 112 0 112 Ungmennafél. Kári Sólmundarson 30 0 30 Ungmennafél. Kjartan Ólafsson 34 1 35 Ungmennafél. Barðstrendinga 64 0 64 Ungmennafélag Reykjavíkur 60 15 75 Samtals 175 8477 2365 10842 Nokkur félög (um 30) eru ekki talin hér með, þau eru utan héraðssambanda eða í vanskilum við 20 SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.