Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 33
Það er von mín að þó mörgu sé sleppt í þessu spjalli um vinnuaðferðir leikhússins varpi það nokkru Ijósi á stíl þess. Engu að síður er rétt að benda á þrennt: 1 leiklistar- ritgerðum Brechts tekur kenningin um framandleika-áhrif (Verfremdungs-effekt) allmikið rúm; sýningin skyldi koma áhorf- endum framandi fyrir sjónir, leikarinn skyldi gera persónuna sem hann leikur framandi sér. Forsendan er sú, að menn eiga betur með að gagnrýna það, sem þeim er framandi en hið nákunnuga. Aðalein- kenni sýninga, þegar þessum aðferðum er beitt, eru þau að allt virðist ákaflega vel yfirvegað. Æsingunni, sem fylgir innlifun- araðferðinni meira eða minna, er fullkom- lega útrýmt. Á síðari árum sökkti Brecht sér niður í leiklistarkenningar Stanislav- skís, og komst að raun um að innlifunar- aðferðin væri heppileg á vissu stigi æfing- anna. ... I öðru lagi hefur notkun mynda: ljósmynda, teikninga, málverka, haft mikil áhrif á einstakar sviðsetningar Berliner Ensembles. Wekwerth segir að stöður, hópatriði og göngulag í kínverska leikrit- inu „Hirsi fyrir Áttunda herinn“ hafi verið mótuð eftir kínverskum tréskurðannynd- um, og við sviðsetningu á „Mutter Cour- age“ voru málverk niðurlenzka málarans Breughels vandlega athuguð. ... í þriðja lagi hefur leikstíll Berliner Ensembles orðið fyrir miklum áhrifum frá áhugaleik- urum. I Þýzkalandi eiga verkamannaleik- hús sér merkilega sögu. Starfsemi þeirra náði hámarki á þeim árum þegar Brecht var að brjótast til viðurkenningar. Bæði 'hann og Piscator, merkur leikstjóri þýzkur, sem má að nokkru leyti teljast lærifaðir Brechts, höfðu samstarf við verkamanna- leikhúsin, og þáðu frá þeim ófá atriði, sem Frá skrifstofu U.M.F.Í. Heimsóknir til héraðssambanda. Sunnudaginn 28. apríl 1968 hélt Ung- mennasamband Borgarfjarðar héraðsþing að Reykholti. Framkvæmdastjóri UMFl mætti á þinginu og flutti ávarp og sagði fréttir frá UMFÍ. Þingið var vel sótt og umræður miklar um félags- og menningar- mál. Framkvæmdastjóri heimsótti Ung- mennasamband Eyjafjarðar og Héraðssam- band Suður-Þingeyinga dagana 18. og 19. júlí. Á fundunum mættu fulltrúai’ frá sam- bandsstjórnunum og félögunum. Fundur- inn á Laugum var sérstaklega vel sóttur. þeir felldu inn í sviðsetningar sínar. Notk- un spjalda með áletrunum til skýringar eða áréttingar því, sem gerist á leiksviðinu, mun vera þaðan runnin. Færiband notaði Piscator fyrstur manna; það er færiband í leikhúsi Berliner Ensembles. Allmargir leikarar Berliner Ensembles eru fengnir beint úr hópi áhugaleikara. Sveigjanleiki í hugsun og vinnubrögð- um, látlaus gagnrýni á aðferðir og kenn- ingar, mikil reynsla og þjálfun í díalek- tískri skoðun hlutanna, ásamt óskömmtuð- um fjárframlögum hins opinbera og þar af leiðandi miklum tíma — þessi atriði liggja í augum uppi þegar leitað er skýringa á ágæti þessa leikhúss — auk þeirra, sem vandskýrðari eru: hinir miklu hæfileikar svo margra einstaklinga, hugrekki þeirra og strangleiki, sem réttara er að kenna við bros en hörku. Maí 1963. SKINFAXI 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.