Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1963, Side 29

Skinfaxi - 01.11.1963, Side 29
sem ég dvaldist við ieikhúsið voru öll leik- ritin *) á sýningaskránni æf ð upp að ein- hverju leyti. Þaðan taka þau ferskleika- blæinn, sem þau eru annáluð fyrir. En þeg- ar nýir leikarar eru æfðir í einstök hlut- verk, eins og varð í haust í „Dögum Kom- múnunnar" stuttu eftir frumsýningu, eru leikararnir, sem léku hlutverkin áður, látn- ir segja nýliðunum til. Hlutverkabreyting- ar þurfa þó ekki að stuðla að neinum breyt- ingum á sviðsetningunni. Með endurtekningunum er fyrir það girt að leikararnir komist á flug, en til þess hafa flestir miklar hneigðir: þeir ná sér upp, eins og þeir orða það, ikomast í ann- arlegt hugarástand, og fluginu léttir ekki fyrr en þeir stíga út af sviðinu og þar með út úr persónunni. Endurtekingarnar knýja þá til að fara að hugsa sig um við hverja setningu eða hreyfingu, og vanda leikinn. Þeim taumlausa leik sem innlífunaraðferð- in elur af sér í sinni stækustu mynd verður tæplega komið við. Og seinna, þegar per- sónan fer að mótast í höndum leikarans, er eins og upp af hinum óteljandi tilraun- um til réttrar framsagnar eða útfærslu á hreyfingu stigi lifandi og ákveðinn fram- sagnarháttur, hreyfing sem hefur fyllingu og reisn, jafnvel þó hún veki litla eftirtekt í daglegu lífi: að drekka úr leirkeri, að fara í frakka eða að kyssa stúlku. Hermann Hiesgen fór með hlutverk Bullingers SS-foringja í „Sehweyk í ann- arri iheimsstyrjöldinni". Hann er þvoglu- *) Meðal þeirra má nefna: Die Dreigroschenoper (Túskildingsóperima), Ótta og eymd Þriðja ríkisins, Arturo Mi, öll eftir Brecht; Frau Flinz, eftir ungan austurþýzkan höfund, Baierl, og Optimistische Tra- gödie eftir rússneskan höfund, Wischnevski. Helene Weigel í hlutverki Móðurinnar í samnefndu leikriti gerðu upp úr skáldsögu Gorkis. mæltur hversdagslega, andlitssvipurinn einkennilega grófur og vöxturinn allt að því búralegur; leikarar Berliner Ensembles eru yfirleitt sérstæðir persónuleikar, enda er mikið tillittekið til „typunnar" þegar vai- ið er í hlutverk. Það vakti furðu mína á æf- ingunum að Engel virtist leggja kapp á að má hrjúfleikann af Hiesgen. SS-foringjar hafa allajafna verið sýndir sem hrottar, SKINFAXI 29

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.