Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 16
SKÝRSLA um starfsemi Ungmennafélags íslands milli sambandsþinga 1961 og 1963. Stjóm. Sambandsstjórn skipuðu: Séra Eiríkur J. Eiríks- son, Þingvelli, sambandsstjóri; Jón Ólafsson, bóndi, Erautarholti, ritari; Armann Pétursson, skrifstofu- maður, Reykjavík, féhirðir; Skúli Þorsteinsson, kennari, Reykjavík, varasambandsstjóri; Stefán Ól- atur Jónsson, kennari, Reykjavík. Varamenn í stjórn voru: Gestur Guðmundsson, skrifstofumaður, Kópavogi og Láms Halldórsson, skólastjóri, Brúarlandi. Starfsmenn. Skúli Þorsteinsson var framkvæmdastjóri sam- bandsins, séra Eiríkur J. Eiríksson ritstjóri Skin- faxa, Stefán Ólafur Jónsson umsjónarmaður starfs- íþiótta og Þórður Pálsson, kennari í Reykjavík, skógarvörður í Þrastaskógi. SKrifstofan og starf framkvæmdastjóra. Skrifstofan var á Lindargötu 9 A þar til í nóvem- bei 1962, en þá tók sambandið húsnæði á leigu í félagi við Dýraverndunarfélag fslands á Hjarðar- haga 26. Hið nýja húsnæði er mikið rýmra og hent- ugra en það, sem frá var horfið. Skrifstofan hefur verið opin alla virka daga frá kJ 4.30 til 7 nema laugardaga. í júní, júlí og ágúst hefur hún verið lengur opin, þegr framkvæmda- stjóri er ekki á ferðalagi á vegum sambandsins. Auk þess hefur framkvæmdastjóri verið til viðtals í heimasíma og til fyrirgreiðslu á skrifstofunni utan skrifstofutíma eftir samkomulagi. Auk venjulegs daglegs starfs á skrifstofunni hefur framkvæmda- stjóri annazt um útsendingu á Skinfaxa, auglýsingar í hann og innheimtu áskriftargjalda. Þá hefur hann heimsótt mörg héraðssambönd árlega og flutt er- indi og ávörp á þingum þeirra og samkomum. Sumarið 1961 tók hann þátt í undirbúningi að utanför á Vejlemótið í Danmörku og var með í þeirri för sem fulltrúi UMFÍ. Sumarið 1962 sýndi hann kvikmyndir frá landsmótum UMFÍ og flutti ávörp á eftirtöldum stöðum: Hólmavík, Sauðár- króki, Skagaströnd, Blönduósi, Hvammstanga. Skrifstofan beitti sér fyrir tveim fundum með ungmennaflögum utan af landi, sem dvelja í bæn- unt um stundarsakir. Gert er ráð fyrir að sinna því betur næsta vetur. Guðjón Jónsson kennari sá um þessa fundi. Þess skal sérstaklega getið, að ágæt samvinna hefur verið milli framkvæmdastjóra UMFÍ og fram- kvæmdastjóra ISÍ, Hermanns Guðmundssonar, en þeir hafa átt samleið til nokkurra héraðssambanda og samstarf á þingum þeirra. Sambandsstjóri og framkvæmdastjóri UMFÍ voru gestir íþróttasambands íslands við hátíðahöld í til- eini af 50 ára afmæli samtakanna. Við það tækifæri flutti sambandsstjóri UMFÍ ræðu fyrir minni ÍSÍ og afhenti fánastöng með blátvíta fánanum að gjöf frá UMFÍ. Landsmótið og sambandsþingið að Laugum 1961. 11. landsmót og 22. sambandsþing UMFÍ var hald- ið að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu um mánaða- mótin júní og júlí. Þingið var mjög vel sótt. Helztu mál þingsins voru: íþróttamál, starfsíþróttir, bind- indismál, skógræktarmál, félagsheimilin og rekstur þeirra og félagslegt uppeldi. Þátttakendur í íþróttum á landsmótinu voru 343, eru þá ekki taldir aðrir þátttakendur í handknatt- leik og knattspyrnu en þeir, sem kepptu til úrslita á mótinu. Þátttakendur í leikfimi, þjóðdönsum og söng voru 265. Fararstjórar flokka voru 40. Dóm- arar og starfsmenn voru 80. Talið er að 9000 gestir hafi komið tli Lauga mótsdagana. Árangur í ýmsum íþróttagreinum var mjög góður og vakti athygli Héraðssamband Suður-Þingeyinga sá um undir- búning mótsins og framkvæmd þess í samráði við stjóm UMFÍ. Mótið þótti heppnast mjög vel. Kvikmynd er nú fullgerð af mótinu og hefur hún verið sýnd í nokkr- um ungmennafélögum. Fréttir af þinginu og landsmótinu voru birtar í blöðum og útvarpi. Jónas Jónsson fv. ráðherra var heiðraður á landsmótinu fyrir mikil og merk störf að hugsjónamálum ungmennafélaganna fyrr og síðar. 16 SKINFAX I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.